Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2017 12:01 Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. vísir/getty Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum en í útvarpsþætti á BBC í morgun ræddi Jones um kynferðislega áreitni sem hann varð fyrir þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar segir að Jones hafi lýst atviki sem varð snemma á ferli hans og hafi það látið honum líða hræðilega. Jones var spurður að því hvort hann teldi að ásakanir svipaðar þeim sem hafa komið fram gegn kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein gætu líka komið upp á yfirborðið í tónlistarbransanum. „Það hafa alltaf verið svona hlutir í gangi í tónlistarbransanum líka. Fólk hefur verið að kvarta undan upplýsingafulltrúum og mismundandi hlutum sem það hefur þurft að gera til að fá plötusamning, alveg eins og til að fá kvikmyndasamning,“ sagði Jones. Hann var síðan spurður að því hvort að einhver hefði einhvern tímann reynt eitthvað í þessa átt við hann. „Í byrjun, já, þá voru nokkur atvik. Það sem er gert við konur er gert við karla líka.“ Þá var Jones spurður að því hvort hann hafi getað rætt málin við einhvern þá sagði hann svo vera. „Já, þetta var ekki slæmt. [...] Einhver var að reyna eitthvað. Þetta var spurning og ég sagði nei, takk.“ MeToo Tónlist Hollywood Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Bróðir Harvey Weinstein sakaður um áreitni "Nei ætti að duga.“ 18. október 2017 09:48 Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Game of Thrones leikkonan segir frá samskiptum sínum við framleiðandann. 17. október 2017 20:11 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum en í útvarpsþætti á BBC í morgun ræddi Jones um kynferðislega áreitni sem hann varð fyrir þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar segir að Jones hafi lýst atviki sem varð snemma á ferli hans og hafi það látið honum líða hræðilega. Jones var spurður að því hvort hann teldi að ásakanir svipaðar þeim sem hafa komið fram gegn kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein gætu líka komið upp á yfirborðið í tónlistarbransanum. „Það hafa alltaf verið svona hlutir í gangi í tónlistarbransanum líka. Fólk hefur verið að kvarta undan upplýsingafulltrúum og mismundandi hlutum sem það hefur þurft að gera til að fá plötusamning, alveg eins og til að fá kvikmyndasamning,“ sagði Jones. Hann var síðan spurður að því hvort að einhver hefði einhvern tímann reynt eitthvað í þessa átt við hann. „Í byrjun, já, þá voru nokkur atvik. Það sem er gert við konur er gert við karla líka.“ Þá var Jones spurður að því hvort hann hafi getað rætt málin við einhvern þá sagði hann svo vera. „Já, þetta var ekki slæmt. [...] Einhver var að reyna eitthvað. Þetta var spurning og ég sagði nei, takk.“
MeToo Tónlist Hollywood Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30 Bróðir Harvey Weinstein sakaður um áreitni "Nei ætti að duga.“ 18. október 2017 09:48 Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Game of Thrones leikkonan segir frá samskiptum sínum við framleiðandann. 17. október 2017 20:11 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Segir Lars von Trier hafa borið upp kynferðisleg boð á meðan konan hans stóð við hliðina á þeim Björk segir kynferðislega áreitni Lars von Trier yfir allan vafa hafinn 17. október 2017 11:30
Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Game of Thrones leikkonan segir frá samskiptum sínum við framleiðandann. 17. október 2017 20:11