#Églíka Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 19. október 2017 14:00 Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um uppreista æru. Það er ljóst að ofbeldismál hafa sjaldan verið fyrirferðarmeiri í samfélaginu.Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, lét sig þessi mál miklu varða. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis (Bjarkarhlíð) og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga við stærstu sjúkrahúsin til þess að veita þolendum ofbeldis meðferð. Barnahús var eflt til að sinna fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem og börnum sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Einnig voru settir auknir fjármunir til félagasamtaka sem sinna þessum erfiðu og viðkvæmu verkefnum.Framúrskarandi verkefni Nýlega hlaut samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi viðurkenningu hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni. Mikilvægt er að efla slík verkefni.Næstu skrefÁfram þarf að vinna af fullum krafti í þessum málum. Við í Framsókn leggjum áherslu á þessi atriði:Vinna að forvörnum og fræðslu til að fyrirbyggja ofbeldi. Byrja strax í grunnskóla að fræða um viðeigandi hegðun.Skima fyrir ofbeldi og þjálfa starfsfólk í að spyrja út í ofbeldi og tilkynna til barnaverndarnefnda.Veita gerendum viðeigandi meðferð og þjónustu og efla sálfræðiþjónustu innan Fangelsismálastofnunar.Auka mönnun við sálfræðiþjónustu Landspítalans þar sem veitt er sérhæfð meðferð við áfallastreituröskun vegna nýrra og eldri áfalla.Tryggja að þjónustan standi til boða í öllum heilbrigðisumdæmum og veita þolendum styrk sem þurfa að ferðast til að hljóta meðferð.Efla önnur félagasamtök og aðila sem koma að úrræðum fyrir þolendur ofbeldis og niðurgreiða þjónustu sálfræðinga.Veita auknu fjármagni til lögreglu vegna rannsóknar ofbeldismála og efla dómskerfið til að flýta megi málum þar.Lögfesta rétt til neyðarathvarfs fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og mansals í takt við nýleg norsk lög.Huga sérstaklega að því að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Við viljum vinna að þessum málum á næsta kjörtímabili. Til þess þurfum við þinn stuðning. X-B! Höfundur er sálfræðingur, skipar 2. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um uppreista æru. Það er ljóst að ofbeldismál hafa sjaldan verið fyrirferðarmeiri í samfélaginu.Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, lét sig þessi mál miklu varða. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis (Bjarkarhlíð) og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga við stærstu sjúkrahúsin til þess að veita þolendum ofbeldis meðferð. Barnahús var eflt til að sinna fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem og börnum sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Einnig voru settir auknir fjármunir til félagasamtaka sem sinna þessum erfiðu og viðkvæmu verkefnum.Framúrskarandi verkefni Nýlega hlaut samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi viðurkenningu hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni. Mikilvægt er að efla slík verkefni.Næstu skrefÁfram þarf að vinna af fullum krafti í þessum málum. Við í Framsókn leggjum áherslu á þessi atriði:Vinna að forvörnum og fræðslu til að fyrirbyggja ofbeldi. Byrja strax í grunnskóla að fræða um viðeigandi hegðun.Skima fyrir ofbeldi og þjálfa starfsfólk í að spyrja út í ofbeldi og tilkynna til barnaverndarnefnda.Veita gerendum viðeigandi meðferð og þjónustu og efla sálfræðiþjónustu innan Fangelsismálastofnunar.Auka mönnun við sálfræðiþjónustu Landspítalans þar sem veitt er sérhæfð meðferð við áfallastreituröskun vegna nýrra og eldri áfalla.Tryggja að þjónustan standi til boða í öllum heilbrigðisumdæmum og veita þolendum styrk sem þurfa að ferðast til að hljóta meðferð.Efla önnur félagasamtök og aðila sem koma að úrræðum fyrir þolendur ofbeldis og niðurgreiða þjónustu sálfræðinga.Veita auknu fjármagni til lögreglu vegna rannsóknar ofbeldismála og efla dómskerfið til að flýta megi málum þar.Lögfesta rétt til neyðarathvarfs fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og mansals í takt við nýleg norsk lög.Huga sérstaklega að því að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Við viljum vinna að þessum málum á næsta kjörtímabili. Til þess þurfum við þinn stuðning. X-B! Höfundur er sálfræðingur, skipar 2. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun