Við látum verkin tala Þorsteinn Víglundsson skrifar 9. október 2017 14:47 Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar