Bara Vinstri, ekki Græn Þórarinn Halldór Óðinsson skrifar 25. september 2017 12:32 Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum. Það er liðin tíð að stjórnmálamenn í atkvæðaleit geti hagað sér eins og umskiptingar eftir því við hverja þeir tala hverju sinni. Það var því óheppilegt fyrir þingmanninn að fundinum var streymt í beinni útsendingu og því ómar krafa hennar um frjóan lax í sjókvíum um allt Norðvesturkjördæmi. Því ekki má gleyma að aðrir hagsmunahópar búa í kjördæminu. Þar er að finna verðmætustu laxveiðiár á Íslandi og atvinnuhagsmuni þeim tengda sem þingmaðurinn virðist nú engu skeyta um. VG hefur hingað til gefið sig út fyrir að vera sá stjórnmálaflokkur sem stendur næst náttúrvernd í íslenskum stjórnmálum. Það á bersýnilega ekki lengur við, allavega ekki í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að fylgjast með framgöngu Lilju Rafneyjar þingmanns Vinstri Grænna á borgarafundi sem haldinn var í Ísafjarðarbæ á dögunum undir yfirskriftinni „fólk í fyrirrúmi“. Þar tók hún m.a. til umræðu að leyfa skyldi eldi á frjóum norskum laxi í Ísafjarðardjúpi hið fyrsta og að náttúran skyldi fá að njóta vafans. Samt veit þingmaðurinn að sá vafi leyfir ekki laxeldið, þar sem fyrir liggur áhættumat Hafrannsóknarstofnar. Þar er varað við að slíkt eldi muni vafalaust stefna villtum laxastofnum í ám á svæðinu í hættu. Þrátt fyrir þetta krafðist þingmaðurinn þess að leyfi til laxeldis yrði veitt hið snarasta og virtist þarna alveg hafa gleymt pólitískum uppruna sínum. Það er liðin tíð að stjórnmálamenn í atkvæðaleit geti hagað sér eins og umskiptingar eftir því við hverja þeir tala hverju sinni. Það var því óheppilegt fyrir þingmanninn að fundinum var streymt í beinni útsendingu og því ómar krafa hennar um frjóan lax í sjókvíum um allt Norðvesturkjördæmi. Því ekki má gleyma að aðrir hagsmunahópar búa í kjördæminu. Þar er að finna verðmætustu laxveiðiár á Íslandi og atvinnuhagsmuni þeim tengda sem þingmaðurinn virðist nú engu skeyta um. VG hefur hingað til gefið sig út fyrir að vera sá stjórnmálaflokkur sem stendur næst náttúrvernd í íslenskum stjórnmálum. Það á bersýnilega ekki lengur við, allavega ekki í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar