Framsókn gengur tvíefld til kosninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 15:25 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við fréttamenn eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Vísir/Daníel Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36
Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43
Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent