Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 20:22 Brynjar gefur lítið fyrir vantraust Viðreisnar á formennsku hans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vísir/Vilhelm Viðreisn getur leitað til umboðsmanns Alþingis telji flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra. Þetta segir Brynjar Níelsson sem segir enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið eins og Viðreisn vill. Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti ályktun í dag sem fól meðal annars í sér að embættisfærslur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna málefna sem tengjast uppreist æru yrðu rannsakaðar fyrir kosningar. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn Víglundsson, sem verið hefur félagsmálaráðherra, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að sjá um rannsóknina. Vísaði hann þó til gagnrýni á störf Brynjar sem formaður nefndarinnar í tengslum við uppreist æru og sagði að annar nefndarmaður ætti að taka að sér formennsku. Nefndin fór yfir hvernig staðið væri að uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar. Þar voru gögn sem tengdust uppreist æru Roberts Downey lögð fyrir en þingmenn meirihlutans vildu ekki kynna sér þau.Þorsteinn Víglundsson segir að yfirlýsingar Brynjars um mál sem tengjast uppreist æru hafi ekki aukið traust til hans sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/ErnirSegir ályktun Viðreisnar vanhugsaðaBrynjar vísar þessari gagnrýni á bug í samtali við Vísi og segir enga þörf á rannsókn af þessu tagi. „Það liggur alveg fyrir hver embættisfærslan var. Það þarf ekkert að rannsaka það nánar. Svo geta menn bara haft einhverja skoðun á því,“ segir Brynjar. Þá bendir hann á að engin hefðbundin nefndarstörf verði fyrir kosningar. Þingnefndir muni aðeins fjalla um tiltekin mál ef samstaða næst um það. „Þetta er allt vanhugsað í einhverjum æsingi. Ég held að þau ættu að setjast aðeins niður og hugsa málin betur í Viðreisn. Þau geta beint þessu til umboðsmanns [Alþingis] ef þau vilja,“ segir hann. „Í mínum huga er þetta bara innihaldslaust raus í flokki sem er eiginlega með allt niðrum sig í þessu máli,“ segir Brynjar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Viðreisn getur leitað til umboðsmanns Alþingis telji flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra. Þetta segir Brynjar Níelsson sem segir enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið eins og Viðreisn vill. Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti ályktun í dag sem fól meðal annars í sér að embættisfærslur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna málefna sem tengjast uppreist æru yrðu rannsakaðar fyrir kosningar. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn Víglundsson, sem verið hefur félagsmálaráðherra, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að sjá um rannsóknina. Vísaði hann þó til gagnrýni á störf Brynjar sem formaður nefndarinnar í tengslum við uppreist æru og sagði að annar nefndarmaður ætti að taka að sér formennsku. Nefndin fór yfir hvernig staðið væri að uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar. Þar voru gögn sem tengdust uppreist æru Roberts Downey lögð fyrir en þingmenn meirihlutans vildu ekki kynna sér þau.Þorsteinn Víglundsson segir að yfirlýsingar Brynjars um mál sem tengjast uppreist æru hafi ekki aukið traust til hans sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/ErnirSegir ályktun Viðreisnar vanhugsaðaBrynjar vísar þessari gagnrýni á bug í samtali við Vísi og segir enga þörf á rannsókn af þessu tagi. „Það liggur alveg fyrir hver embættisfærslan var. Það þarf ekkert að rannsaka það nánar. Svo geta menn bara haft einhverja skoðun á því,“ segir Brynjar. Þá bendir hann á að engin hefðbundin nefndarstörf verði fyrir kosningar. Þingnefndir muni aðeins fjalla um tiltekin mál ef samstaða næst um það. „Þetta er allt vanhugsað í einhverjum æsingi. Ég held að þau ættu að setjast aðeins niður og hugsa málin betur í Viðreisn. Þau geta beint þessu til umboðsmanns [Alþingis] ef þau vilja,“ segir hann. „Í mínum huga er þetta bara innihaldslaust raus í flokki sem er eiginlega með allt niðrum sig í þessu máli,“ segir Brynjar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09