Brynjar ekki lengur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2017 10:14 Brynjar Níelsson, fráfarandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Anton Brink Jón Steindór Valdimarsson er nýkjörinn formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar og Svandís Svavarsdóttir 1. Varaformaður. Jón Steindór tilkynnti þetta í upphafi opins fundar nefndarinnar sem hófst upp úr klukkan 10 í morgun. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi en hávær krafa hefur verið meðal annarra nefndarmanna þess efnis að Brynjar myndi víkja úr formannssætinu á meðan nefndin fjallaði um mál er tengdust uppreist æru. Meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu í upphafi fundar nefndarinnar í morgun að Jón Steindór, þingmaður Viðreisnar, yrði kjörinn formaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, fyrsti varaformaður. Áður var Brynjar formaður og Jón Steindór varaformaður. Brynjar hefur í tengslum við mál er varða uppreist æru lagt áherslu á að einstök mál yrðu ekki rædd og upplýsingar ekki birtar. Þetta er fyrsta afleiðing stjórnarslitanna á nefndir Alþingis. Fram hefur komið að Brynjar þekkti Robert Downey, dæmdan kynferðisbrotamann sem fengið hefur uppreist æru, og þá var Brynjar verjandi annars kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk gögn í máli Robert Downey til skoðunar en þingmenn meirihlutans í nefndinni kusu að skoða ekki gögnin á fundi nefndarinnar. Þá hafði Brynjar útilokað að rannsókn færi fram á starfsháttum forsætisráðherra og dómsmálaráðherra sem þingflokkur Viðreisnar hafði farið fram á. Ekki náðist í Brynjar við vinnslu fréttarinnar en hér að neðan má heyra viðtal við Brynjar úr Harmageddon í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Uppreist æru Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson er nýkjörinn formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar og Svandís Svavarsdóttir 1. Varaformaður. Jón Steindór tilkynnti þetta í upphafi opins fundar nefndarinnar sem hófst upp úr klukkan 10 í morgun. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi en hávær krafa hefur verið meðal annarra nefndarmanna þess efnis að Brynjar myndi víkja úr formannssætinu á meðan nefndin fjallaði um mál er tengdust uppreist æru. Meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu í upphafi fundar nefndarinnar í morgun að Jón Steindór, þingmaður Viðreisnar, yrði kjörinn formaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, fyrsti varaformaður. Áður var Brynjar formaður og Jón Steindór varaformaður. Brynjar hefur í tengslum við mál er varða uppreist æru lagt áherslu á að einstök mál yrðu ekki rædd og upplýsingar ekki birtar. Þetta er fyrsta afleiðing stjórnarslitanna á nefndir Alþingis. Fram hefur komið að Brynjar þekkti Robert Downey, dæmdan kynferðisbrotamann sem fengið hefur uppreist æru, og þá var Brynjar verjandi annars kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk gögn í máli Robert Downey til skoðunar en þingmenn meirihlutans í nefndinni kusu að skoða ekki gögnin á fundi nefndarinnar. Þá hafði Brynjar útilokað að rannsókn færi fram á starfsháttum forsætisráðherra og dómsmálaráðherra sem þingflokkur Viðreisnar hafði farið fram á. Ekki náðist í Brynjar við vinnslu fréttarinnar en hér að neðan má heyra viðtal við Brynjar úr Harmageddon í morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Uppreist æru Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira