Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. september 2017 20:00 Leiðir sem fyrirhuguð borgarlína mun aka. mynd/borgarlinan.is Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“ Borgarlína Samgöngur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira