Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 15:17 Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. Markmið ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins, verður að ná samstöðu um hvernig eigi að viðhalda þeirri miklu kaupáttaraukningu sem hefur orðið á undanförnum árum, sem og að byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag þar sem Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti áherslur og skipulag ríkisins í komandi kjaraviðræðum við aðildarfélög BHM og Kennarasamband Íslands. Hann segir að haldið verði áfram að byggja upp það framtíðarfyrirkomulag sem almenn sátt ríki um að þurfi að ríkja á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður lögð áhersla á heildarmynd þar sem samvinna, kaupmáttur, árangur og ábyrgð verða leiðarljósin.Vill áframhaldandi samtal „Kaupmáttur launa hefur aukist um 25% frá janúar 2014 og okkar mikilvægasta verkefni er að ná samstöðu um hvernig við getum viðhaldið þeim kaupmætti. Til þess að gera það er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, það er að þegar allt er tekið saman verði niðurstaðan góð fyrir alla,“ segir Benedikt. „Þess vegna munum við leggja áherslu á að horfa til þróunar efnahagsmála og möguleg áhrif kjarasamninga á hana og öfugt. Þar teljum við mikilvægt að skapa forsendur fyrir stöðugra gengi og lægri vexti auk þess sem lækkun virðisaukaskatts mun styðja við okkar markmið um að styrkja kaupmátt. Þá viljum við fara yfir aðra þætti sem launþegahreyfingarnar hafa lagt áherslu á og miða að því að skapa samkeppnishæft vinnuumhverfi hjá ríkinu, eins og vinnutilhögun og önnur atriði sem snúa ekki endilega beint að launaliðnum.“ Hann segir að jafnframt verði lögð áhersla á að samtalinu ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana „Þessir samningar snúast um það hvernig við getum átt gott og árangursríkt samstarf við opinbera starfsmenn enda byggir allur árangur í ríkisrekstrinum á að laða til sín og halda í hæft starfsfólk. Þess vegna munum við leggja áherslu á að hlusta og vinna með viðsemjendum okkar að því sameiginlega markmiði að ríkið geti boðið samkeppnishæf kjör á sama tíma og við sýnum ábyrgð í fjármálum og efnahagsmálum. Þá leggjum við áherslu á að þetta samtal haldi áfram yfir samningstímann en ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana.“Góð og heiðarleg samskpiti af hálfu ríkisins Á fundinum kynnti fjármála- og efnahagsráðherra jafnframt skipulag ríkisins í viðræðunum. Hann lagði áherslu á að góð og heiðarleg samskipti af hálfu ríkisins, hvort sem er gagnvart viðsemjendum, fjölmiðlum eða almenningi, verði tryggð. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að öll upplýsingagjöf af hálfu ríkisins verði skilvirk og aðgengileg. Guðrún Ragnarsdóttir mun starfa með samninganefndinni sem sérstakur talsmaður og bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla. Guðrún hefur áður átt sæti í samninganefnd ríkisins og hefur víðtæka reynslu úr opinbera- og einkageiranum en hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur verið stjórnarformaður nokkurra ríkisstofnana. Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er formaður samninganefndar ríkisins en hann hefur áratugareynslu af kjaramálum fyrir þess hönd. Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Markmið ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins, verður að ná samstöðu um hvernig eigi að viðhalda þeirri miklu kaupáttaraukningu sem hefur orðið á undanförnum árum, sem og að byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag þar sem Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti áherslur og skipulag ríkisins í komandi kjaraviðræðum við aðildarfélög BHM og Kennarasamband Íslands. Hann segir að haldið verði áfram að byggja upp það framtíðarfyrirkomulag sem almenn sátt ríki um að þurfi að ríkja á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður lögð áhersla á heildarmynd þar sem samvinna, kaupmáttur, árangur og ábyrgð verða leiðarljósin.Vill áframhaldandi samtal „Kaupmáttur launa hefur aukist um 25% frá janúar 2014 og okkar mikilvægasta verkefni er að ná samstöðu um hvernig við getum viðhaldið þeim kaupmætti. Til þess að gera það er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, það er að þegar allt er tekið saman verði niðurstaðan góð fyrir alla,“ segir Benedikt. „Þess vegna munum við leggja áherslu á að horfa til þróunar efnahagsmála og möguleg áhrif kjarasamninga á hana og öfugt. Þar teljum við mikilvægt að skapa forsendur fyrir stöðugra gengi og lægri vexti auk þess sem lækkun virðisaukaskatts mun styðja við okkar markmið um að styrkja kaupmátt. Þá viljum við fara yfir aðra þætti sem launþegahreyfingarnar hafa lagt áherslu á og miða að því að skapa samkeppnishæft vinnuumhverfi hjá ríkinu, eins og vinnutilhögun og önnur atriði sem snúa ekki endilega beint að launaliðnum.“ Hann segir að jafnframt verði lögð áhersla á að samtalinu ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana „Þessir samningar snúast um það hvernig við getum átt gott og árangursríkt samstarf við opinbera starfsmenn enda byggir allur árangur í ríkisrekstrinum á að laða til sín og halda í hæft starfsfólk. Þess vegna munum við leggja áherslu á að hlusta og vinna með viðsemjendum okkar að því sameiginlega markmiði að ríkið geti boðið samkeppnishæf kjör á sama tíma og við sýnum ábyrgð í fjármálum og efnahagsmálum. Þá leggjum við áherslu á að þetta samtal haldi áfram yfir samningstímann en ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana.“Góð og heiðarleg samskpiti af hálfu ríkisins Á fundinum kynnti fjármála- og efnahagsráðherra jafnframt skipulag ríkisins í viðræðunum. Hann lagði áherslu á að góð og heiðarleg samskipti af hálfu ríkisins, hvort sem er gagnvart viðsemjendum, fjölmiðlum eða almenningi, verði tryggð. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að öll upplýsingagjöf af hálfu ríkisins verði skilvirk og aðgengileg. Guðrún Ragnarsdóttir mun starfa með samninganefndinni sem sérstakur talsmaður og bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla. Guðrún hefur áður átt sæti í samninganefnd ríkisins og hefur víðtæka reynslu úr opinbera- og einkageiranum en hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur verið stjórnarformaður nokkurra ríkisstofnana. Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er formaður samninganefndar ríkisins en hann hefur áratugareynslu af kjaramálum fyrir þess hönd.
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira