Er hægt að minnka brotthvarf og bæta námsárangur með námsgagnastyrkjum? Ólafur Hjörtur Sigurjónsson og Steinn Jóhannsson skrifar 7. september 2017 10:46 Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur hátt brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum verið áberandi í umræðunni. Ýmsar skýringar hafa verið nefndar, m.a. margir nemendur sem innritast í framhaldsskóla hafa ekki lokið hæfniviðmiðum grunnskólans. Þessi hópur þarf að endurtaka stóran hluta námsefnis grunnskólans sem getur skapað námsleiða og valdið hærra brotthvarfi. Það hefur einnig komið fram að íslenskir framhaldsskólanemendur vinna meira með námi en þekkist í nágrannalöndunum og innan OECD-landanna. Samkvæmt rannsókinni Ungt fólk í framhaldsskólum sem Rannsóknir og greining hafa framkvæmt síðustu ár þá vinna 15-20% framhaldsskólanemenda 15 klukkustundir eða meira á viku með námi. Það er ljóst að svo mikil vinna hefur áhrif á skólasókn og námsárangur. Þá er stóra spurningin hvers vegna þurfa íslenskir framhaldsskólanemendur að vinna svona mikið með námi? Er það bágborinn efnahagur fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þörfin að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu sem kallar á mikla atvinnuþátttöku. Á Norðurlöndum fá nemendur yngri en 18 ára frí námsgögn sem þýðir að ekki er jafnmikil þörf á að vinna með námi. Brotthvarf á Norðurlöndunum er töluvert minna en á Íslandi og draga má þá ályktun að ein af skýringunum sé að þar vinna nemendur minna með skóla. Við upphaf skólaársins er jafnan dreginn fram sá mikli kostnaður sem námsmenn þurfa að greiða vegna námsgagna. Sem betur fer hafa mörg sveitafélög breytt um stefnu í þessum málum og greiða fyrir nær öll námsgögn grunnskólanemenda en hvað varðar framhaldsskólann og nemendur sem eru yngri en 18 ára þá getur námsgagnakostnaður hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn. Fjölmörgum efnalitlum fjölskyldum getur því reynst erfitt að fjármagna námsgagnakaupin. Huga þarf að leiðum hér á landi hvort hægt sé að koma til móts við nemendur yngri en 18. ára sem stunda nám í framhaldsskóla og þurfa að kaupa námsgögn fyrir tugi þúsunda. Í 51. grein laga um framhaldsskóla segir: Námsgögn. „Í fjárlögum ár hvert skal tilgreind sú fjárhæð sem veitt er til að mæta kostnaði nemenda vegna námsgagna. Ráðherra setur reglur um skiptingu fjárins og fyrirkomulag þessa stuðnings.“Enn sem komið er hefur enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til námsgagna sem myndi án efa hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskólann. Í dag stunda um 8.000 nemendur nám í framhaldsskólum sem eru undir 18 ára aldri (16-17 ára). Ef þessi hópur ætti kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá myndi það mögulega skila eftirfarandi ávinningi: Minni vinnu nemenda með skóla Minna brotthvarfi Betri námsárangri Nemendur lykju námi á tilskyldum tíma Námsgagnastyrkur væri þannig fljótur að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Styrkurinn gæti verið greiddur eftir hverja önn þegar námsárangur liggur fyrir og gæti farið fram í gegnum t.d. LÍN líkt og með afgreiðslu jöfnunarstyrks sem LÍN sér um til framhaldsskólanemanda. Stóra spurningin er hvaðan á fjármagnið að koma? Fjármagnið gæti komið frá framlagi framhaldsskólans sem gert er ráð fyrir að sparist vegna minni árganga á komandi árum. Einnig mætti gera ráð fyrir að nýta afgangsfjárframlag þar sem nemendum í framhaldsskólum hefur fækkað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meta þyrfti vandlega hversu hár styrkurinn ætti að vera þannig að nemendur ættu ekki að þurfa vinna hálfa eða fulla vinnu til að fjármagna námsgögn. Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla Steinn Jóhannsson, konrektor MH
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun