99 ára gamalli konu neitað um pláss á hjúkrunarheimili Þórdís Valsdóttir skrifar 9. september 2017 15:00 Í reglugerð um færni- og heilsumat þurfa önnur úrræði að hafa verið reynd svo hægt sé að sækja um dvöl á hjúkrunarheimili. Vísir/Vilhelm 99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira