99 ára gamalli konu neitað um pláss á hjúkrunarheimili Þórdís Valsdóttir skrifar 9. september 2017 15:00 Í reglugerð um færni- og heilsumat þurfa önnur úrræði að hafa verið reynd svo hægt sé að sækja um dvöl á hjúkrunarheimili. Vísir/Vilhelm 99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira