99 ára gamalli konu neitað um pláss á hjúkrunarheimili Þórdís Valsdóttir skrifar 9. september 2017 15:00 Í reglugerð um færni- og heilsumat þurfa önnur úrræði að hafa verið reynd svo hægt sé að sækja um dvöl á hjúkrunarheimili. Vísir/Vilhelm 99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
99 ára gamalli konu var neitað um varanlegt pláss á hjúkrunarheimili vegna þess að önnur heilsufarsúrræði hafi ekki verið reynd áður en umsókn um dvöl á hjúkrunarheimili var lögð fram. Ættingjar hennar höfðu veitt henni þá þjónustu sem sveitarfélög veita sínum elstu borgurum en á síðasta ári hrakaði heilsu hennar mjög. Landssamband eldri borgara skorar á færni- og heilsumatsnefnd að endurmeta stöðu konunnar.Samkvæmt reglugerð um færni- og heilsumat vegna dvalar- og hjúkrunarrýma skal aðeins lögð fram umsókn um færni- og heilsumat ef öll önnur úrræði hafa verið reynd, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, heimahjúkrun og önnur raunhæf úrræði og aðstoð. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf, sem rannsakað hefur hagi aldraðra segir að ekki sé verið að hegna fólki þó ættingjarnir séu að hjálpa. „Reglurnar eru til að tryggja það hvort hægt sé að gera eitthvað fyrir þetta fólk til að bæta aðstæður þeirra heima. Það er mikilvægt að búið sé að kanna aðstæður fólks áður en það fer á hjúkrunarheimili.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara segir að það bitni á konunni að aðstandendur hennar hafi sinnt henni svo lengi. “Það er verið að tala um að heimaþjónusta og heimahjúkrun skuli koma á undan dvalar á hjúkrunarheimili,” segir Þórunn.Fjölskyldur aldraðra veita mikla þjónustu „Dætur, synir og barnabörn eru í mjög miklum mæli að aðstoða sína nánustu og ef á að refsa þeim fyrir það þá er okkur misboðið,” segir Þórunn og bætir við að í tilviki þessarar konu hafi komið upp veikindi sem valda því að nú þurfi að grípa inn í. Í rannsókn sinni árið 2008 skoðaði Sigurveig bæði formlega aðstoð til aldraðra frá opinberum aðilum og óformlega aðstoð frá fjölskyldumeðlimum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjölskyldan hjálpar eldra fólki mjög mikið, sér í lagi með léttari þætti líkt og heimilisstörf. „Þegar ég greindi gögnin úr rannsókninni þá fannst mér vanta meiri samvinnu á milli þessara opinberu aðila, ríkis og sveitarfélaga, og fjölskyldunnar. Ef allir þessir aðilar ynnu betur saman þá gætum við búið betur að okkar eldra fólki,“ segir Sigurveig. „Í minni rannsókn fannst mér vanta upp á stuðning fyrir fjölskylduna. Miðað við hvað fjölskyldan er öflugur aðili í því að veita öldruðum þjónustu þá þarf að styðja fjölskylduna betur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira