Sveltistefna og einkarekstur Katrín Jakobsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Heilbrigðisráðherra var á vorþingi þráspurður um það hvert hann hygðist stefna hvað varðar einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann margítrekaði að ekki stæði til að fara í neinar grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu eða að auka stórkostlega við einkarekstur í kerfinu. Nú lítur hins vegar út fyrir að flokkur heilbrigðisráðherra, Björt framtíð, sem talaði mjög fyrir kerfisbreytingum á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar fyrir kosningar, ætli sér fyrst og fremst kerfisbreytingar í átt til aukins einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu. Aðrar kerfisbreytingar hafa gufað upp. Þannig bárust í síðustu viku fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hygðust semja við Klíníkina við Ármúlann um brjóstnám og brjóstauppbyggingu á konum sem greinast með BRCA-genið. Hingað til hafa þessar aðgerðir sem krefjast innlagnar og kalla á sérhæfða þjónustu eingöngu verið gerðar á Landspítalanum en Klíníkin hefur lengi sóst eftir samningi um þessar aðgerðir eins og fjallað hefur verið um á opinberum vettvangi og vísað til langra biðlista á spítalanum. Því var hafnað af síðasta heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni. En nú er ákveðið á vakt Bjartrar framtíðar að semja við einkaaðila og opna þar með á enn frekari einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Framundan eru fleiri stórar ákvarðanir. Hvað mun heilbrigðisráðherra gera þegar kemur að ákvörðun um rekstur sjúkrahótels sem nú er verið að reisa á lóð Landspítalans við Hringbraut? Mun hann fela Landspítalanum rekstur hans eins og spítalinn hefur sjálfur óskað eftir? Eða bjóða reksturinn út til að færa enn stærri hluta heilbrigðiskerfisins í hendur einkaaðila sem greiða sér svo arð úr rekstrinum? Sveltistefna gagnvart almannaþjónustu virðist vera helsta lím þessarar ríkisstjórnar. Í stað þess að fylgja vilja meirihluta landsmanna sem vill sjá meira fé renna til heilbrigðiskerfisins og enn fremur að það sé félagslega rekið á að viðhalda sveltistefnunni sem birtist kýrskýrt í nýsamþykktri fimm ára fjármálaáætlun og standa fyrir enn frekari einkavæðingu á almannaþjónustu. Um það snýst þessi ríkisstjórn, þetta eru einu kerfisbreytingarnar sem hún stendur fyrir. Það þarf líklega ekki að leita annarra skýringa á því hvers vegna hún er að loknu hálfu ári enn óvinsælli en sjálfur Donald Trump. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra var á vorþingi þráspurður um það hvert hann hygðist stefna hvað varðar einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann margítrekaði að ekki stæði til að fara í neinar grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu eða að auka stórkostlega við einkarekstur í kerfinu. Nú lítur hins vegar út fyrir að flokkur heilbrigðisráðherra, Björt framtíð, sem talaði mjög fyrir kerfisbreytingum á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar fyrir kosningar, ætli sér fyrst og fremst kerfisbreytingar í átt til aukins einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu. Aðrar kerfisbreytingar hafa gufað upp. Þannig bárust í síðustu viku fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hygðust semja við Klíníkina við Ármúlann um brjóstnám og brjóstauppbyggingu á konum sem greinast með BRCA-genið. Hingað til hafa þessar aðgerðir sem krefjast innlagnar og kalla á sérhæfða þjónustu eingöngu verið gerðar á Landspítalanum en Klíníkin hefur lengi sóst eftir samningi um þessar aðgerðir eins og fjallað hefur verið um á opinberum vettvangi og vísað til langra biðlista á spítalanum. Því var hafnað af síðasta heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni. En nú er ákveðið á vakt Bjartrar framtíðar að semja við einkaaðila og opna þar með á enn frekari einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Framundan eru fleiri stórar ákvarðanir. Hvað mun heilbrigðisráðherra gera þegar kemur að ákvörðun um rekstur sjúkrahótels sem nú er verið að reisa á lóð Landspítalans við Hringbraut? Mun hann fela Landspítalanum rekstur hans eins og spítalinn hefur sjálfur óskað eftir? Eða bjóða reksturinn út til að færa enn stærri hluta heilbrigðiskerfisins í hendur einkaaðila sem greiða sér svo arð úr rekstrinum? Sveltistefna gagnvart almannaþjónustu virðist vera helsta lím þessarar ríkisstjórnar. Í stað þess að fylgja vilja meirihluta landsmanna sem vill sjá meira fé renna til heilbrigðiskerfisins og enn fremur að það sé félagslega rekið á að viðhalda sveltistefnunni sem birtist kýrskýrt í nýsamþykktri fimm ára fjármálaáætlun og standa fyrir enn frekari einkavæðingu á almannaþjónustu. Um það snýst þessi ríkisstjórn, þetta eru einu kerfisbreytingarnar sem hún stendur fyrir. Það þarf líklega ekki að leita annarra skýringa á því hvers vegna hún er að loknu hálfu ári enn óvinsælli en sjálfur Donald Trump. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun