Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 17:53 Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Hann var lagður inn á bráðageðdeild síðastliðinn mánudag en þá var hann talinn vera í sjálfsvígshættu. Degi síðar, eða á þriðjudeginum, var hann færður á almenna deild. Hann fannst svo látinn í herbergi sínu á spítalanum í gær. Landspítalinn segist ekki vilja tjá sig um málið en aðeins tíu dagar eru frá því að annar karlmaður svipti sig lífi á geðdeildinni. Þá sendi spítalinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að ítarleg skoðun muni fara fram og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Málið var talsvert til umfjöllunar en maðurinn hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum og svipti sig lífi um sólarhring eftir innlögn á geðdeild. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu og eftirfylgdar, og stjórnarmaður í Hugarafli, segir málið þyngra en tárum taki og kallar eftir frekari forvarnarstarfi, en Hugarafl og undirsamtökin Pieta Ísland vinna nú að auknum forvörnum og vitundarvakningu. „Við erum fullkomlega vanmáttur sem samfélag, bæði samfélagið okkar og allir sem standa að þessum unga herramanni, þannig að það er mikill sársauki og mikill harmleikur í hvert sinn sem svona gerist. Við viljum gjarnan efla forvarnir á Íslandi. Það er alveg klárt mál að við þurfum að horfast í augu við það að sennilega eru allir að reyna að gera sitt besta, en við erum ekki að gera nógu vel. Það er staðreynd þegar svona gerist,“ segir Auður. Hún segir að auðvelda þurfi fólki að leita sér aðstoðar, en vill sömuleiðis að því sé mætt með meiri kærleik og umhyggju. Utanumhald um fjölskyldur sé ekki síður mikilvægt. „Við Íslandi erum því miður, eins og á síðasta ári, að missa um fjörutíu manns vegna sjálfsvíga. Það er auðvitað alltof alltof margir. Og það er erfitt að leita sér þjónustu í sjálfsvígshættu. Við höfum jú spítalann sem reynir að mæta þessu en okkur vantar og skortir forvarnarvinnu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Hann var lagður inn á bráðageðdeild síðastliðinn mánudag en þá var hann talinn vera í sjálfsvígshættu. Degi síðar, eða á þriðjudeginum, var hann færður á almenna deild. Hann fannst svo látinn í herbergi sínu á spítalanum í gær. Landspítalinn segist ekki vilja tjá sig um málið en aðeins tíu dagar eru frá því að annar karlmaður svipti sig lífi á geðdeildinni. Þá sendi spítalinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að ítarleg skoðun muni fara fram og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Málið var talsvert til umfjöllunar en maðurinn hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum og svipti sig lífi um sólarhring eftir innlögn á geðdeild. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu og eftirfylgdar, og stjórnarmaður í Hugarafli, segir málið þyngra en tárum taki og kallar eftir frekari forvarnarstarfi, en Hugarafl og undirsamtökin Pieta Ísland vinna nú að auknum forvörnum og vitundarvakningu. „Við erum fullkomlega vanmáttur sem samfélag, bæði samfélagið okkar og allir sem standa að þessum unga herramanni, þannig að það er mikill sársauki og mikill harmleikur í hvert sinn sem svona gerist. Við viljum gjarnan efla forvarnir á Íslandi. Það er alveg klárt mál að við þurfum að horfast í augu við það að sennilega eru allir að reyna að gera sitt besta, en við erum ekki að gera nógu vel. Það er staðreynd þegar svona gerist,“ segir Auður. Hún segir að auðvelda þurfi fólki að leita sér aðstoðar, en vill sömuleiðis að því sé mætt með meiri kærleik og umhyggju. Utanumhald um fjölskyldur sé ekki síður mikilvægt. „Við Íslandi erum því miður, eins og á síðasta ári, að missa um fjörutíu manns vegna sjálfsvíga. Það er auðvitað alltof alltof margir. Og það er erfitt að leita sér þjónustu í sjálfsvígshættu. Við höfum jú spítalann sem reynir að mæta þessu en okkur vantar og skortir forvarnarvinnu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Sjá meira
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30