Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 17:53 Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Hann var lagður inn á bráðageðdeild síðastliðinn mánudag en þá var hann talinn vera í sjálfsvígshættu. Degi síðar, eða á þriðjudeginum, var hann færður á almenna deild. Hann fannst svo látinn í herbergi sínu á spítalanum í gær. Landspítalinn segist ekki vilja tjá sig um málið en aðeins tíu dagar eru frá því að annar karlmaður svipti sig lífi á geðdeildinni. Þá sendi spítalinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að ítarleg skoðun muni fara fram og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Málið var talsvert til umfjöllunar en maðurinn hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum og svipti sig lífi um sólarhring eftir innlögn á geðdeild. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu og eftirfylgdar, og stjórnarmaður í Hugarafli, segir málið þyngra en tárum taki og kallar eftir frekari forvarnarstarfi, en Hugarafl og undirsamtökin Pieta Ísland vinna nú að auknum forvörnum og vitundarvakningu. „Við erum fullkomlega vanmáttur sem samfélag, bæði samfélagið okkar og allir sem standa að þessum unga herramanni, þannig að það er mikill sársauki og mikill harmleikur í hvert sinn sem svona gerist. Við viljum gjarnan efla forvarnir á Íslandi. Það er alveg klárt mál að við þurfum að horfast í augu við það að sennilega eru allir að reyna að gera sitt besta, en við erum ekki að gera nógu vel. Það er staðreynd þegar svona gerist,“ segir Auður. Hún segir að auðvelda þurfi fólki að leita sér aðstoðar, en vill sömuleiðis að því sé mætt með meiri kærleik og umhyggju. Utanumhald um fjölskyldur sé ekki síður mikilvægt. „Við Íslandi erum því miður, eins og á síðasta ári, að missa um fjörutíu manns vegna sjálfsvíga. Það er auðvitað alltof alltof margir. Og það er erfitt að leita sér þjónustu í sjálfsvígshættu. Við höfum jú spítalann sem reynir að mæta þessu en okkur vantar og skortir forvarnarvinnu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Hann var lagður inn á bráðageðdeild síðastliðinn mánudag en þá var hann talinn vera í sjálfsvígshættu. Degi síðar, eða á þriðjudeginum, var hann færður á almenna deild. Hann fannst svo látinn í herbergi sínu á spítalanum í gær. Landspítalinn segist ekki vilja tjá sig um málið en aðeins tíu dagar eru frá því að annar karlmaður svipti sig lífi á geðdeildinni. Þá sendi spítalinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að ítarleg skoðun muni fara fram og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Málið var talsvert til umfjöllunar en maðurinn hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum og svipti sig lífi um sólarhring eftir innlögn á geðdeild. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu og eftirfylgdar, og stjórnarmaður í Hugarafli, segir málið þyngra en tárum taki og kallar eftir frekari forvarnarstarfi, en Hugarafl og undirsamtökin Pieta Ísland vinna nú að auknum forvörnum og vitundarvakningu. „Við erum fullkomlega vanmáttur sem samfélag, bæði samfélagið okkar og allir sem standa að þessum unga herramanni, þannig að það er mikill sársauki og mikill harmleikur í hvert sinn sem svona gerist. Við viljum gjarnan efla forvarnir á Íslandi. Það er alveg klárt mál að við þurfum að horfast í augu við það að sennilega eru allir að reyna að gera sitt besta, en við erum ekki að gera nógu vel. Það er staðreynd þegar svona gerist,“ segir Auður. Hún segir að auðvelda þurfi fólki að leita sér aðstoðar, en vill sömuleiðis að því sé mætt með meiri kærleik og umhyggju. Utanumhald um fjölskyldur sé ekki síður mikilvægt. „Við Íslandi erum því miður, eins og á síðasta ári, að missa um fjörutíu manns vegna sjálfsvíga. Það er auðvitað alltof alltof margir. Og það er erfitt að leita sér þjónustu í sjálfsvígshættu. Við höfum jú spítalann sem reynir að mæta þessu en okkur vantar og skortir forvarnarvinnu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30