Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Guðríður Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2017 14:48 Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vill fjölga einkareknum grunnskólum landsins til að draga úr kennaraskorti. Hún vill umbuna kennurum fyrir vel unnin störf og búa þannig til hvatningu og auka fjölbreytni í menntakerfinu. Hún vill breyta kjarasamningum kennara og auka þar ákvæði um hvatningu til þeirra sem gera vel/betur. Það er tvennt sem ég hef við þetta að athuga. Annars vegar vil ég benda á að fjármagn dettur ekki af himnum ofan þótt svo menntastofnanir séu færðar í einkarekstur. Sama krónan er notuð til að reka skóla hvort sem þeir eru í opinberum rekstri eða ekki. Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot. Við höfum dæmi um slíkt, bæði á leik- og grunnskólastiginu. Í dag eru leik- og grunnskólar vanfjármagnaðir af sveitarfélögunum. Þannig hafa þeir verið lengi og laun kennara langt undir sambærilegum hópum háskólamenntaðra starfsmanna í opinbera geiranum. Einkaframtakinu munu ekki falla til aukakrónur til að hækka laun kennara bara sí svona. Menntun er ekki „bisness“ og má aldrei verða. Í öðru lagi vara ég eindregið við því að byggja inn einhverskonar hvatakerfi í kjarasamninga kennara, slíkt felur í sér að sumir kennarar fá meira borgað en aðrir á grundvelli frammistöðu, því eins og áður er sama krónan bara notuð einu sinni. Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjölda nemenda? Og hvernig eigum við að meta þetta með tilliti til þess að nemendur eru alls konar og mismunandi og þurfa mismikinn tíma og þolinmæði kennarans? Eiga kennarar að kaupa sér vinsældir nemenda til þess að „jólabónusinn“ skili sér í hús? Þetta er hættuleg hugmynd – álíka hættuleg og ef það ætti að byggja inn hvatakerfi fyrir lækna. Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður. Það má svo sannarlega endurskoða kjarasamninga kennara, losa upp vinnuskylduna og auka frelsi kennara til að ráðstafa vinnutíma sínum. Það þarf að meta það aukna álag sem núverandi menntastefna felur í sér fyrir kennara, það þarf að meta þann gríðarlega tíma sem fer í samskipti við heimili, nemendur og stuðningsnet nemenda inn í grunnskólanum, allt meira og minna verk sem hefur verið bætt við vinnu kennara á undanförnum árum. Og fyrst og síðast þarf að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf, það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skoðun Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vill fjölga einkareknum grunnskólum landsins til að draga úr kennaraskorti. Hún vill umbuna kennurum fyrir vel unnin störf og búa þannig til hvatningu og auka fjölbreytni í menntakerfinu. Hún vill breyta kjarasamningum kennara og auka þar ákvæði um hvatningu til þeirra sem gera vel/betur. Það er tvennt sem ég hef við þetta að athuga. Annars vegar vil ég benda á að fjármagn dettur ekki af himnum ofan þótt svo menntastofnanir séu færðar í einkarekstur. Sama krónan er notuð til að reka skóla hvort sem þeir eru í opinberum rekstri eða ekki. Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot. Við höfum dæmi um slíkt, bæði á leik- og grunnskólastiginu. Í dag eru leik- og grunnskólar vanfjármagnaðir af sveitarfélögunum. Þannig hafa þeir verið lengi og laun kennara langt undir sambærilegum hópum háskólamenntaðra starfsmanna í opinbera geiranum. Einkaframtakinu munu ekki falla til aukakrónur til að hækka laun kennara bara sí svona. Menntun er ekki „bisness“ og má aldrei verða. Í öðru lagi vara ég eindregið við því að byggja inn einhverskonar hvatakerfi í kjarasamninga kennara, slíkt felur í sér að sumir kennarar fá meira borgað en aðrir á grundvelli frammistöðu, því eins og áður er sama krónan bara notuð einu sinni. Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjölda nemenda? Og hvernig eigum við að meta þetta með tilliti til þess að nemendur eru alls konar og mismunandi og þurfa mismikinn tíma og þolinmæði kennarans? Eiga kennarar að kaupa sér vinsældir nemenda til þess að „jólabónusinn“ skili sér í hús? Þetta er hættuleg hugmynd – álíka hættuleg og ef það ætti að byggja inn hvatakerfi fyrir lækna. Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður. Það má svo sannarlega endurskoða kjarasamninga kennara, losa upp vinnuskylduna og auka frelsi kennara til að ráðstafa vinnutíma sínum. Það þarf að meta það aukna álag sem núverandi menntastefna felur í sér fyrir kennara, það þarf að meta þann gríðarlega tíma sem fer í samskipti við heimili, nemendur og stuðningsnet nemenda inn í grunnskólanum, allt meira og minna verk sem hefur verið bætt við vinnu kennara á undanförnum árum. Og fyrst og síðast þarf að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf, það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun