Miðhálendið Björt Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björt Ólafsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun