Hótelgisting hækkað um tugi prósenta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Miklar verðhækkanir á þjónustu hótela í erlendri mynt hafa meðal annars valdið því að dvalartími ferðamanna hefur styst nokkuð á síðustu árum. Var dvalartíminn 1,8 nótt að meðaltali á fyrstu sex mánuðum ársins. vísir/vilhelm Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að stóraukin spurn ferðamanna eftir gistirými sé sennilega helsta ástæða þess hve mikið þjónusta hótela og gistiheimila hefur hækkað í verði í krónum talið á undanförnum árum. Verð á hótelgistingu hefur hækkað um meira en 60 prósent í erlendri mynt á síðustu tveimur árum. Mikil gengisstyrking krónunnar skýrir ekki nema ríflega helming hækkananna, að sögn hagfræðideildar Landsbankans, en stóran hluta þeirra má rekja beint til hærri gjaldskrár hótela. Þannig hefur hótelgisting í krónum talið hækkað langt umfram þróun verðlags. Nemur hækkunin um 24 prósentum á undanförnum tveimur árum. „Menn virðast hafa verið í það góðri stöðu, og gistinýtingin er það há, að þeir hafa getað leyft sér að hækka verðið,“ segir Gústaf í samtali við blaðið. Þeir hótelstjórar sem Fréttablaðið ræddi við segjast ekki kannast við svo miklar verðhækkanir. Þeir segja verðið vissulega hafa hækkað, sérstaklega í erlendri mynt, sem skýrist meðal annars af auknum launakostnaði sem vegi þungt í rekstri hótela. Gústaf segir að herbergjanýting á hótelum sé almennt séð betri í ár en í fyrra og umtalsvert betri en árið þar á undan. „Nýtingin á höfuðborgarsvæðinu hefur í nokkur ár verið mjög góð í samanburði við herbergjanýtingu í öðrum borgum í heiminum,“ bendir hann á. Önnur möguleg skýring á verðhækkunum sé aukinn launakostnaður. „Hótel hér á landi hafa þurft að glíma við aðeins hlutfallslega meiri launahækkanir á síðustu árum en víðast hvar annar staðar og hefur það þrýst á verðskrárhækkanir hótela og gistiheimila,“ segir Gústaf.Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels-keðjunnarKristófer Oliversson, framkvæmdastjóri og eigandi CenterHotels-keðjunnar, segir að verð á hótelgistingu í Reykjavík hafi, í krónum talið, nánast staðið í stað yfir sumarmánuðina á síðustu árum. Hins vegar hafi verðið hækkað nokkuð yfir vetrartímann. „Það má segja að flugstarfsemi og hótel hafi dregið vagninn í ferðaþjónustu yfir vetrartímann með því að bjóða mjög lág verð. Nú hefur gefist tækifæri til þess að hækka verðin og það höfum við reynt að gera. Mikil verðhækkun í erlendri mynt til okkar viðskiptavina hefur skilað einhverri hækkun í krónum talið á veturna, en verðin hafa lítið hækkað á sumrin,“ segir hann. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, segir að verðskráin á hótelinu hafi hækkað um fjögur til fimm prósent í krónum talið á milli ára. Hækkunin hafi verið svipuð árið áður og því samanlagt um átta til tíu prósent síðustu 24 mánuði. Aukinn launakostnaður hafi mestu áhrifin, en laun hafi hækkað umtalsvert undanfarin ár. Steinþór segist ekki geta kvartað yfir síðasta vetri eða sumrinu, en hins vegar séu blikur á lofti varðandi næsta vetur. Eitthvað hafi farið að bera á afbókunum. „Maður vonar samt að maður hafi rangt fyrir sér og þessar áhyggjur reynist ástæðulausar,“ nefnir hann. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að dvalartími ferðamanna hafi verið 1,8 nótt að meðaltali á fyrstu sex mánuðum ársins. Hefur hann styst á hverju ári í fimm ár. Telja sérfræðingar Landsbankans að ástæðurnar séu tvenns konar. Annars vegar hafi verð á hótelgistingu farið verulega hækkandi á síðustu árum í erlendri mynt og ferðamenn af þeim sökum leitað í ódýrari gistingu og hins vegar hafi ferðamenn í auknum mæli leitað í heimagistingu. Kristófer segir rétt að dvalartími ferðamanna hafi styst á undanförnum árum. Það skýrist meira og minna af auknum umsvifum leyfislausrar heimagistingar, sem taki til sín stóran hluta af gistimarkaðinum. Á sama tíma og ferðamenn kjósi í auknum mæli ódýrari leyfislausa gistingu séu stjórnvöld að þrefalda gistináttagjaldið á hótelin frá og með 1. september næstkomandi. „Það er dapurlegt að ekki sjáist í verki vilji til þess af hálfu stjórnvalda að taka á þessu mesta meini ferðaþjónustunnar.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að stóraukin spurn ferðamanna eftir gistirými sé sennilega helsta ástæða þess hve mikið þjónusta hótela og gistiheimila hefur hækkað í verði í krónum talið á undanförnum árum. Verð á hótelgistingu hefur hækkað um meira en 60 prósent í erlendri mynt á síðustu tveimur árum. Mikil gengisstyrking krónunnar skýrir ekki nema ríflega helming hækkananna, að sögn hagfræðideildar Landsbankans, en stóran hluta þeirra má rekja beint til hærri gjaldskrár hótela. Þannig hefur hótelgisting í krónum talið hækkað langt umfram þróun verðlags. Nemur hækkunin um 24 prósentum á undanförnum tveimur árum. „Menn virðast hafa verið í það góðri stöðu, og gistinýtingin er það há, að þeir hafa getað leyft sér að hækka verðið,“ segir Gústaf í samtali við blaðið. Þeir hótelstjórar sem Fréttablaðið ræddi við segjast ekki kannast við svo miklar verðhækkanir. Þeir segja verðið vissulega hafa hækkað, sérstaklega í erlendri mynt, sem skýrist meðal annars af auknum launakostnaði sem vegi þungt í rekstri hótela. Gústaf segir að herbergjanýting á hótelum sé almennt séð betri í ár en í fyrra og umtalsvert betri en árið þar á undan. „Nýtingin á höfuðborgarsvæðinu hefur í nokkur ár verið mjög góð í samanburði við herbergjanýtingu í öðrum borgum í heiminum,“ bendir hann á. Önnur möguleg skýring á verðhækkunum sé aukinn launakostnaður. „Hótel hér á landi hafa þurft að glíma við aðeins hlutfallslega meiri launahækkanir á síðustu árum en víðast hvar annar staðar og hefur það þrýst á verðskrárhækkanir hótela og gistiheimila,“ segir Gústaf.Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels-keðjunnarKristófer Oliversson, framkvæmdastjóri og eigandi CenterHotels-keðjunnar, segir að verð á hótelgistingu í Reykjavík hafi, í krónum talið, nánast staðið í stað yfir sumarmánuðina á síðustu árum. Hins vegar hafi verðið hækkað nokkuð yfir vetrartímann. „Það má segja að flugstarfsemi og hótel hafi dregið vagninn í ferðaþjónustu yfir vetrartímann með því að bjóða mjög lág verð. Nú hefur gefist tækifæri til þess að hækka verðin og það höfum við reynt að gera. Mikil verðhækkun í erlendri mynt til okkar viðskiptavina hefur skilað einhverri hækkun í krónum talið á veturna, en verðin hafa lítið hækkað á sumrin,“ segir hann. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, segir að verðskráin á hótelinu hafi hækkað um fjögur til fimm prósent í krónum talið á milli ára. Hækkunin hafi verið svipuð árið áður og því samanlagt um átta til tíu prósent síðustu 24 mánuði. Aukinn launakostnaður hafi mestu áhrifin, en laun hafi hækkað umtalsvert undanfarin ár. Steinþór segist ekki geta kvartað yfir síðasta vetri eða sumrinu, en hins vegar séu blikur á lofti varðandi næsta vetur. Eitthvað hafi farið að bera á afbókunum. „Maður vonar samt að maður hafi rangt fyrir sér og þessar áhyggjur reynist ástæðulausar,“ nefnir hann. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að dvalartími ferðamanna hafi verið 1,8 nótt að meðaltali á fyrstu sex mánuðum ársins. Hefur hann styst á hverju ári í fimm ár. Telja sérfræðingar Landsbankans að ástæðurnar séu tvenns konar. Annars vegar hafi verð á hótelgistingu farið verulega hækkandi á síðustu árum í erlendri mynt og ferðamenn af þeim sökum leitað í ódýrari gistingu og hins vegar hafi ferðamenn í auknum mæli leitað í heimagistingu. Kristófer segir rétt að dvalartími ferðamanna hafi styst á undanförnum árum. Það skýrist meira og minna af auknum umsvifum leyfislausrar heimagistingar, sem taki til sín stóran hluta af gistimarkaðinum. Á sama tíma og ferðamenn kjósi í auknum mæli ódýrari leyfislausa gistingu séu stjórnvöld að þrefalda gistináttagjaldið á hótelin frá og með 1. september næstkomandi. „Það er dapurlegt að ekki sjáist í verki vilji til þess af hálfu stjórnvalda að taka á þessu mesta meini ferðaþjónustunnar.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira