Undirskriftin staðfestir orð Bjarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 14:04 Því hefur verið haldið fram að Bjarni Benediktsson hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma sem tillagan um uppreista æru Robert Downey var tekin fyrir. Svo var þó ekki. Það var Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, sem skrifaði undir tillöguna til forseta Íslands um að veita Robert Downey uppreist æru - en ekki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Þetta er staðfest í afriti af tillögunni sem Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins þolenda Róberts, birti á Facebook-síðu sinni í hádeginu. Þar má sjá undirskriftir þriggja einstaklinga, forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og fyrrnefndar Ólafar Nordal. Hugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Bjarni hafnaði því í Facebook-færslu á miðvikudag að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísaði hann til leiðara Fréttablaðsins þar sem var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. Tillöguna um uppreista æru Róberts, sem lögð var á borð forseta þann 16. september síðastliðinn, má sjá í færslu Bergs hér að neðan. Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Það var Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, sem skrifaði undir tillöguna til forseta Íslands um að veita Robert Downey uppreist æru - en ekki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Þetta er staðfest í afriti af tillögunni sem Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins þolenda Róberts, birti á Facebook-síðu sinni í hádeginu. Þar má sjá undirskriftir þriggja einstaklinga, forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og fyrrnefndar Ólafar Nordal. Hugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Bjarni hafnaði því í Facebook-færslu á miðvikudag að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísaði hann til leiðara Fréttablaðsins þar sem var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. Tillöguna um uppreista æru Róberts, sem lögð var á borð forseta þann 16. september síðastliðinn, má sjá í færslu Bergs hér að neðan.
Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47
„Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42
„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00