Undirskriftin staðfestir orð Bjarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 14:04 Því hefur verið haldið fram að Bjarni Benediktsson hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma sem tillagan um uppreista æru Robert Downey var tekin fyrir. Svo var þó ekki. Það var Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, sem skrifaði undir tillöguna til forseta Íslands um að veita Robert Downey uppreist æru - en ekki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Þetta er staðfest í afriti af tillögunni sem Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins þolenda Róberts, birti á Facebook-síðu sinni í hádeginu. Þar má sjá undirskriftir þriggja einstaklinga, forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og fyrrnefndar Ólafar Nordal. Hugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Bjarni hafnaði því í Facebook-færslu á miðvikudag að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísaði hann til leiðara Fréttablaðsins þar sem var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. Tillöguna um uppreista æru Róberts, sem lögð var á borð forseta þann 16. september síðastliðinn, má sjá í færslu Bergs hér að neðan. Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Það var Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, sem skrifaði undir tillöguna til forseta Íslands um að veita Robert Downey uppreist æru - en ekki Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Þetta er staðfest í afriti af tillögunni sem Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins þolenda Róberts, birti á Facebook-síðu sinni í hádeginu. Þar má sjá undirskriftir þriggja einstaklinga, forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, Ragnhildar Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og fyrrnefndar Ólafar Nordal. Hugmyndir um að núverandi forsætisráðherra hafi verið yfir innanríkisráðuneytinu þegar tillagan um að veita Roberti uppreist æru virðist eiga rætur sínar í viðtali við Bjarna á RÚV fyrr í sumar. Bjarni var spurður út í hugsanlega ábyrgð sína á ákvörðuninni um að veita Roberti uppreist æru í frétt RÚV 16. júní. Þar kom fram að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi. „Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði bara fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að ákvörðuninni. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni á vef RÚV kemur ekki fram í máli Bjarna að hann hafi verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma þegar ákvörðunin var tekin. Í texta fréttarinnar kemur aðeins fram að hann hafi gegnt embættinu á meðan Ólöf var í veikindaleyfi. Bjarni hafnaði því í Facebook-færslu á miðvikudag að hafa verið starfandi innanríkisráðherra þegar ráðuneytið leiddi málið til lykta. Vísaði hann til leiðara Fréttablaðsins þar sem var fullyrt að Bjarni hafi skrifað upp á ákvörðunina sem sitjandi innanríkisráðherra. Tillöguna um uppreista æru Róberts, sem lögð var á borð forseta þann 16. september síðastliðinn, má sjá í færslu Bergs hér að neðan.
Uppreist æru Tengdar fréttir Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47 „Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42 „Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Forsætisráðherra neitar því að hann beri ábyrgð á uppreist æru Roberts Downey Bjarni Benediktsson segist ekki hafa gegnt embætti innanríkisráðherra þegar umdeild tillaga um að veita Robert Downey, dæmdum kynferðisbrotamanni, uppreist æru í september í fyrra. Því hefur verið haldið fram, meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í morgun. 2. ágúst 2017 21:47
„Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur“ "Þú rændir okkur æskunni, þú rændir okkur frelsinu. Þetta eru okkar líf og okkar saga. Hvorki þú, lögfræðingur þinn, né vanhugsuð lög geta þaggað niður í okkur. Við eigum þessa sögu. Við eigum okkur sjálfar. Við erum frjálsar.“ Svona hljóma upphafsorðin í ræðu þeirra Önnu Katrínu Snorradóttur, Höllu Ólöfu Jónsdóttur, Glódísar Töru og Nínu Rúnar Bergsdóttur sem flutt var við mikið lófaklapp að aflokinni Druslugöngu. 29. júlí 2017 17:42
„Þú rændir okkur æskunni. Þú rændir okkur frelsinu“ Fjölmennt var í druslugöngunni sem gengin var frá Hallgrímskirkju að Austurvelli í dag. Fórnarlömb Roberts Downey voru á meðal ræðumanna og kröfuðst kerfisbreytinga. 29. júlí 2017 20:00