Enski boltinn

Sigrar hjá Liverpool og Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Liverpool vann í kvöld góðan 3-1 sigur á Athletic Bilbao í síðasta æfingaleik sínum á undirbúningstímabilinu. Tottenham gerði slíkt hið sama með því að leggja Ítalíumeistara Juventus að velli, 2-0.

Roberto Firmino kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu á 21. mínútu en þeir Ben Woodburn og Dominic Solanke skoruðu mörk Liverpool eftir að Inaki Williams hafði jafnað metin fyrir Athletic.

Leikurinn fór fram í Dublin í Írlandi en Liverpool mætir Watford á laugardag í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið tapaði aðeins einum leik í sumar, gegn Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Audi-bikarsins.

Harry Kane og Christian Eriksen skoruðu mörkin í 2-0 sigri Tottenham en helsta áhyggjuefni Mauricio Pohettino, stjóra liðsins, er að Kieran Trippier fór meiddur af velli í leiknum.

Trippier meiddist eftir tæklingu frá Alex Sandro en honum hafði verið ætlað að fylla í skarðið sem Kyle Walker skildi eftir sig í stöðu hægri bakvarðar eftir að hann var seldur til Manchester City.

Leikurinn fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Totttenham mætir nýliðum Newcastle í fyrsta leik sínum á nýju tímabili í Englandi um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×