Féll tvívegis á lyfjaprófi en vann Bolt í sögulegu hlaupi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2017 20:56 Justin Gatlin er heimsmeistari í 100 m hlaupi, 35 ára gamall og eftir að hafa fallið tvívegis á lyfjaprófi. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin kom öllum að óvörum með því að bera sigur úr býtum í 100 m hlaupi á HM í frjálsum í kvöld. Usain Bolt, sem var að hlaupa sitt síðasta 100 m hlaup á ferlinum, varð að sætta sig við brons. Gatlin hljóp á 9,92 sekúndum sem er besti tími ársins. Christian Coleman frá Bandaríkjunum varð annar á 9,94 sekúndum og Bolt kom þriðji í mark á 9,95 sekúndum. Eins og sjá má á tímunum munaði afar litlu á efstu þremur en Bolt átti erfitt start. Coleman byrjaði mjög vel en Gatlin átti magnaðan endasprett og skaust fram úr á lokametunum. Hann hljóp á áttundu braut en þeir Coleman og Bolt voru hlið við hlið, á fjórðu og fimmtu braut. Þrátt fyrir að Bolt hafi ekki verið upp á sitt besta í sumar og talsvert frá sínu besta þorðu fáir að spá því að hann myndi ekki vinna gull í greininni, enda sigursælasti hlaupari sögunnar. Heimsmetið hans, 9,58 sekúndur, sem hann setti á HM í Berlín fyrir átta árum síðan stendur enn. Síðan þá hefur Bolt unnið nánast öll gullverðlaun á stórmótum sem hafa verið í boði fyrir hann, í 100 og 200 m hlaupi. Hann varð þó af gullinu á HM í Suður-Kóreu árið 2011 vegna þjófstarts.Gatlin grét af gleði eftir sigurinn í kvöld.Vísir/AFPBolt hafði gefið út að hann muni hætta að keppa í frjálsíþróttum eftir HM í London og var því hlaupsins í kvöld beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann mun hætta keppni í frjálsíþróttum eftir að hann keppir í 4x100 m boðhlaupi karla með liði Jamaíku. Það fer fram í næstu viku. Gatlin er 35 ára og fremur óvinsæll hvar sem hann keppir, þar sem hann féll á lyfjaprófi árið 2001 og svo aftur árið 2006. Hann fékk fjögurra ára bann í síðara skiptið og hóf aftur að keppa í ágúst 2010. Greinilegt var að titillinn í kvöld hafði mikla þýðingu fyrir hann og var Gatlin í tárum eftir sigurinn. Hann kraup hins vegar fyrir Bolt sem kveður frjálsíþróttirnar á næstu dögum, ef hann stendur við yfirlýsingar sínar. Gatlin varð síðast heimsmeistari í 100 m hlaupi á HM í Helsinki árið 2005. Hann vann silfur á HM í Peking fyrir tveimur árum sem og á HM í Moskvu árið 2013. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt fór áfram í úrslitin Usain Bolt fær tækifæri til að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn í 100 m hlaupi karla. 5. ágúst 2017 19:00 Bolt örugglega áfram í undanúrslit Sprettharðasti maður heims var í engum vandræðum með sinn riðil í undanrásunum á HM í London. 4. ágúst 2017 20:10 Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. 2. ágúst 2017 09:00 Bolt hundóánægður með fyrsta hlaupið Segir frammistöðuna í 100 m hlaupi í gær hafa verið afar slæma hjá sér. 5. ágúst 2017 12:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin kom öllum að óvörum með því að bera sigur úr býtum í 100 m hlaupi á HM í frjálsum í kvöld. Usain Bolt, sem var að hlaupa sitt síðasta 100 m hlaup á ferlinum, varð að sætta sig við brons. Gatlin hljóp á 9,92 sekúndum sem er besti tími ársins. Christian Coleman frá Bandaríkjunum varð annar á 9,94 sekúndum og Bolt kom þriðji í mark á 9,95 sekúndum. Eins og sjá má á tímunum munaði afar litlu á efstu þremur en Bolt átti erfitt start. Coleman byrjaði mjög vel en Gatlin átti magnaðan endasprett og skaust fram úr á lokametunum. Hann hljóp á áttundu braut en þeir Coleman og Bolt voru hlið við hlið, á fjórðu og fimmtu braut. Þrátt fyrir að Bolt hafi ekki verið upp á sitt besta í sumar og talsvert frá sínu besta þorðu fáir að spá því að hann myndi ekki vinna gull í greininni, enda sigursælasti hlaupari sögunnar. Heimsmetið hans, 9,58 sekúndur, sem hann setti á HM í Berlín fyrir átta árum síðan stendur enn. Síðan þá hefur Bolt unnið nánast öll gullverðlaun á stórmótum sem hafa verið í boði fyrir hann, í 100 og 200 m hlaupi. Hann varð þó af gullinu á HM í Suður-Kóreu árið 2011 vegna þjófstarts.Gatlin grét af gleði eftir sigurinn í kvöld.Vísir/AFPBolt hafði gefið út að hann muni hætta að keppa í frjálsíþróttum eftir HM í London og var því hlaupsins í kvöld beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann mun hætta keppni í frjálsíþróttum eftir að hann keppir í 4x100 m boðhlaupi karla með liði Jamaíku. Það fer fram í næstu viku. Gatlin er 35 ára og fremur óvinsæll hvar sem hann keppir, þar sem hann féll á lyfjaprófi árið 2001 og svo aftur árið 2006. Hann fékk fjögurra ára bann í síðara skiptið og hóf aftur að keppa í ágúst 2010. Greinilegt var að titillinn í kvöld hafði mikla þýðingu fyrir hann og var Gatlin í tárum eftir sigurinn. Hann kraup hins vegar fyrir Bolt sem kveður frjálsíþróttirnar á næstu dögum, ef hann stendur við yfirlýsingar sínar. Gatlin varð síðast heimsmeistari í 100 m hlaupi á HM í Helsinki árið 2005. Hann vann silfur á HM í Peking fyrir tveimur árum sem og á HM í Moskvu árið 2013.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt fór áfram í úrslitin Usain Bolt fær tækifæri til að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn í 100 m hlaupi karla. 5. ágúst 2017 19:00 Bolt örugglega áfram í undanúrslit Sprettharðasti maður heims var í engum vandræðum með sinn riðil í undanrásunum á HM í London. 4. ágúst 2017 20:10 Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. 2. ágúst 2017 09:00 Bolt hundóánægður með fyrsta hlaupið Segir frammistöðuna í 100 m hlaupi í gær hafa verið afar slæma hjá sér. 5. ágúst 2017 12:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Bolt fór áfram í úrslitin Usain Bolt fær tækifæri til að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn í 100 m hlaupi karla. 5. ágúst 2017 19:00
Bolt örugglega áfram í undanúrslit Sprettharðasti maður heims var í engum vandræðum með sinn riðil í undanrásunum á HM í London. 4. ágúst 2017 20:10
Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. 2. ágúst 2017 09:00
Bolt hundóánægður með fyrsta hlaupið Segir frammistöðuna í 100 m hlaupi í gær hafa verið afar slæma hjá sér. 5. ágúst 2017 12:15