Féll tvívegis á lyfjaprófi en vann Bolt í sögulegu hlaupi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2017 20:56 Justin Gatlin er heimsmeistari í 100 m hlaupi, 35 ára gamall og eftir að hafa fallið tvívegis á lyfjaprófi. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin kom öllum að óvörum með því að bera sigur úr býtum í 100 m hlaupi á HM í frjálsum í kvöld. Usain Bolt, sem var að hlaupa sitt síðasta 100 m hlaup á ferlinum, varð að sætta sig við brons. Gatlin hljóp á 9,92 sekúndum sem er besti tími ársins. Christian Coleman frá Bandaríkjunum varð annar á 9,94 sekúndum og Bolt kom þriðji í mark á 9,95 sekúndum. Eins og sjá má á tímunum munaði afar litlu á efstu þremur en Bolt átti erfitt start. Coleman byrjaði mjög vel en Gatlin átti magnaðan endasprett og skaust fram úr á lokametunum. Hann hljóp á áttundu braut en þeir Coleman og Bolt voru hlið við hlið, á fjórðu og fimmtu braut. Þrátt fyrir að Bolt hafi ekki verið upp á sitt besta í sumar og talsvert frá sínu besta þorðu fáir að spá því að hann myndi ekki vinna gull í greininni, enda sigursælasti hlaupari sögunnar. Heimsmetið hans, 9,58 sekúndur, sem hann setti á HM í Berlín fyrir átta árum síðan stendur enn. Síðan þá hefur Bolt unnið nánast öll gullverðlaun á stórmótum sem hafa verið í boði fyrir hann, í 100 og 200 m hlaupi. Hann varð þó af gullinu á HM í Suður-Kóreu árið 2011 vegna þjófstarts.Gatlin grét af gleði eftir sigurinn í kvöld.Vísir/AFPBolt hafði gefið út að hann muni hætta að keppa í frjálsíþróttum eftir HM í London og var því hlaupsins í kvöld beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann mun hætta keppni í frjálsíþróttum eftir að hann keppir í 4x100 m boðhlaupi karla með liði Jamaíku. Það fer fram í næstu viku. Gatlin er 35 ára og fremur óvinsæll hvar sem hann keppir, þar sem hann féll á lyfjaprófi árið 2001 og svo aftur árið 2006. Hann fékk fjögurra ára bann í síðara skiptið og hóf aftur að keppa í ágúst 2010. Greinilegt var að titillinn í kvöld hafði mikla þýðingu fyrir hann og var Gatlin í tárum eftir sigurinn. Hann kraup hins vegar fyrir Bolt sem kveður frjálsíþróttirnar á næstu dögum, ef hann stendur við yfirlýsingar sínar. Gatlin varð síðast heimsmeistari í 100 m hlaupi á HM í Helsinki árið 2005. Hann vann silfur á HM í Peking fyrir tveimur árum sem og á HM í Moskvu árið 2013. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt fór áfram í úrslitin Usain Bolt fær tækifæri til að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn í 100 m hlaupi karla. 5. ágúst 2017 19:00 Bolt örugglega áfram í undanúrslit Sprettharðasti maður heims var í engum vandræðum með sinn riðil í undanrásunum á HM í London. 4. ágúst 2017 20:10 Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. 2. ágúst 2017 09:00 Bolt hundóánægður með fyrsta hlaupið Segir frammistöðuna í 100 m hlaupi í gær hafa verið afar slæma hjá sér. 5. ágúst 2017 12:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin kom öllum að óvörum með því að bera sigur úr býtum í 100 m hlaupi á HM í frjálsum í kvöld. Usain Bolt, sem var að hlaupa sitt síðasta 100 m hlaup á ferlinum, varð að sætta sig við brons. Gatlin hljóp á 9,92 sekúndum sem er besti tími ársins. Christian Coleman frá Bandaríkjunum varð annar á 9,94 sekúndum og Bolt kom þriðji í mark á 9,95 sekúndum. Eins og sjá má á tímunum munaði afar litlu á efstu þremur en Bolt átti erfitt start. Coleman byrjaði mjög vel en Gatlin átti magnaðan endasprett og skaust fram úr á lokametunum. Hann hljóp á áttundu braut en þeir Coleman og Bolt voru hlið við hlið, á fjórðu og fimmtu braut. Þrátt fyrir að Bolt hafi ekki verið upp á sitt besta í sumar og talsvert frá sínu besta þorðu fáir að spá því að hann myndi ekki vinna gull í greininni, enda sigursælasti hlaupari sögunnar. Heimsmetið hans, 9,58 sekúndur, sem hann setti á HM í Berlín fyrir átta árum síðan stendur enn. Síðan þá hefur Bolt unnið nánast öll gullverðlaun á stórmótum sem hafa verið í boði fyrir hann, í 100 og 200 m hlaupi. Hann varð þó af gullinu á HM í Suður-Kóreu árið 2011 vegna þjófstarts.Gatlin grét af gleði eftir sigurinn í kvöld.Vísir/AFPBolt hafði gefið út að hann muni hætta að keppa í frjálsíþróttum eftir HM í London og var því hlaupsins í kvöld beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann mun hætta keppni í frjálsíþróttum eftir að hann keppir í 4x100 m boðhlaupi karla með liði Jamaíku. Það fer fram í næstu viku. Gatlin er 35 ára og fremur óvinsæll hvar sem hann keppir, þar sem hann féll á lyfjaprófi árið 2001 og svo aftur árið 2006. Hann fékk fjögurra ára bann í síðara skiptið og hóf aftur að keppa í ágúst 2010. Greinilegt var að titillinn í kvöld hafði mikla þýðingu fyrir hann og var Gatlin í tárum eftir sigurinn. Hann kraup hins vegar fyrir Bolt sem kveður frjálsíþróttirnar á næstu dögum, ef hann stendur við yfirlýsingar sínar. Gatlin varð síðast heimsmeistari í 100 m hlaupi á HM í Helsinki árið 2005. Hann vann silfur á HM í Peking fyrir tveimur árum sem og á HM í Moskvu árið 2013.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Bolt fór áfram í úrslitin Usain Bolt fær tækifæri til að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn í 100 m hlaupi karla. 5. ágúst 2017 19:00 Bolt örugglega áfram í undanúrslit Sprettharðasti maður heims var í engum vandræðum með sinn riðil í undanrásunum á HM í London. 4. ágúst 2017 20:10 Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. 2. ágúst 2017 09:00 Bolt hundóánægður með fyrsta hlaupið Segir frammistöðuna í 100 m hlaupi í gær hafa verið afar slæma hjá sér. 5. ágúst 2017 12:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Bolt fór áfram í úrslitin Usain Bolt fær tækifæri til að vinna enn einn heimsmeistaratitilinn í 100 m hlaupi karla. 5. ágúst 2017 19:00
Bolt örugglega áfram í undanúrslit Sprettharðasti maður heims var í engum vandræðum með sinn riðil í undanrásunum á HM í London. 4. ágúst 2017 20:10
Usain Bolt: Verða að hætta að nota ólögleg lyf því annars deyr sportið Kveðjumót Usain Bolt er að hefjast en hann er kominn til London þar sem Jamaíkamaðurinn mun á næstu dögum taka þátt í heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. 2. ágúst 2017 09:00
Bolt hundóánægður með fyrsta hlaupið Segir frammistöðuna í 100 m hlaupi í gær hafa verið afar slæma hjá sér. 5. ágúst 2017 12:15