Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Stjörnumenn gátu gert það sem þeir vildu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grindvíkingar steinlágu í Garðabænum um helgina.
Grindvíkingar steinlágu í Garðabænum um helgina. Vísir/Andri Marinó
Stjarnan skaust upp í annað sæti Pepsi-deildar karla, upp fyrir Grindavík, með 5-0 stórsigri á síðarnefnda liðinu á sunnudagskvöld.

Grindavík hefur nú tapað síðustu leikjum sínum með markatölunni 9-0 en leikur liðsins á sunnudagskvöld var allt annað en sannfærandi.

„Stjörnumenn unnu alla bolta, fyrsta og annan. Þeir gerðu bara það sem þeir vildu,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport, í þætti gærkvöldsins.

Hjörvar Hafliðason tók í sama streng og sagði að það hefði einfaldlega verið mikill gæðamunur á liðunum.

„Þetta var eins og leikur góðs liðs úr Pepsi-deildinni og miðlungsliði í Inkasso-deildinni,“ sagði hann en greiningu þeirra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×