Hugmynd frá almenningi! Ögmundur Jónasson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum. Enn styttri tími frá stjórnarmyndun. Þau voru ófá sem þótti ámælisvert að Björt framtíð skyldi verða til þess að færa Sjálfstæðisflokknum stjórnartaumana í hendur, töldu að þar með væri Björt framtíð að ganga erinda fjármagnsins. Nú fjölgar þeim sem hafa snúið dæminu við og áfellast Sjálfstæðisflokkinn fyrir að greiða götu Bjartrar framtíðar að Stjórnarráðinu, svo mjög gangi sá flokkur erinda gróðaaflanna á kostnað almennings. Er þar sérstaklega horft til framgöngu heilbrigðisráðherrans sem heldur með okkur sífellt lengra út í fen markaðsvæddrar heilbrigðisþjónustu. Gengur hann þar enn lengra en forveri hans úr Sjálfstæðisflokknum, sem illu heilli vildi koma á kerfi Miltons Friedmans um að fjármagn fylgi sjúklingi þannig að heilbrigðisstofnanir keppist um það sín í milli að fá sjúklinga í viðskipti. En forverinn vildi banna arðtöku úr slíkum samkeppnisrekstri. Núverandi ráðherra sýnir engan lit í þá veru. Að því marki sem hann yfirleitt sýnir lit, þá er það á sveif með fjárfestum og nægir þar að minna á að hann hefur látið óátalið að Klíníkin reki legudeild og er þar kominn enn einn vísir að heilbrigðiskerfi á arðsemisforsendum. Allt fjármagnað úr ríkissjóði. Aldrei má horfa framhjá því að ekki er um að ræða raunverulegan einkabisniss, heldur heimild fjárfestum til handa að seilast ofan í vasa almennings í gegnum heilbrigðiskerfið. Handlangarar þeirra á Alþingi sjá um að þetta geti gengið greiðlega fyrir sig. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir að samkeppni um sjúklinga auki gæði þjónustunnar og muni gera hana skilvirkari. Lengra gengur hann ekki í umræðu um málið. Hann svarar aldrei efnislegum rökum þeirra sem benda á að reynslan erlendis sýni að slíkt fyrirkomulag hafi í framkvæmd aukið félagslega mismunun tekjulitlu fólki í óhag og hafi gert skipulag þjónustunnar vandkvæðum háð auk þess að vera kostnaðarsamara. Er þá komið að fyrirsögninni. Kveikjan er frétt í Fréttblaðinu 11. júlí sl. þar sem haft er eftir umhverfisráðherranum, að ráðið til að glíma við umhverfisvandann sé að leita eftir hugmyndum frá almenningi. Prýðilegt. En hvers vegna segja eitt og gera síðan annað? Hvernig væri að ríkisstjórnin hlustaði eftir hugmyndum og afstöðu almennings hvað heilbrigðismálin áhrærir? Það gerir hún hins vegar ekki. Í margítrekuðum skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá í vor, kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti, tæplega 80%, vill að heilbrigðisþjónustan sé rekin á vegum hins opinbera. Flokkast þetta ekki sem hugmynd frá almenningi?Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar