Sumarið er tíminn Ingrid Kuhlman skrifar 19. júlí 2017 07:00 Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér á eftir eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um: Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að virkilega finna lyktina og bragðið af rauðvíninu. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér. Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinningar, t.d. þegar þú verður hugfangin(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lánsamur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir matinn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari. Taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/-uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæmt augnablik milli tveggja fjölskyldumeðlima. Minntu þig á að tíminn flýgur Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minningum. Brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Deildu góðum tilfinningum með öðrum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt náttúrulandslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugsunin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér á eftir eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um: Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að virkilega finna lyktina og bragðið af rauðvíninu. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér. Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinningar, t.d. þegar þú verður hugfangin(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lánsamur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir matinn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari. Taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/-uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæmt augnablik milli tveggja fjölskyldumeðlima. Minntu þig á að tíminn flýgur Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minningum. Brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Deildu góðum tilfinningum með öðrum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt náttúrulandslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugsunin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Gleðilegt sumar!
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun