Herskip sigldu inn í Hvalfjörðinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2017 20:00 Í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu NATO söfnuðust herskip saman á Faxaflóa í morgun og sigldu í fylkingu inn Hvalfjörðinn til að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalestir bandamanna í síðasti heimstyrjöldinni. 75 ár eru síðan skipalest bandamanna, PQ17, hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga í Rússlandi til að koma björgum til Rússlands þegar stríðið á austurvígsstöðvunum stóð sem hæst. Skipalestin lenti í miklum hremmingum á leiðinni til Rússlands en þjóðverjar gerðu árásir á flutningaskipin. Á annað hundrað manns létust en af 35 skipum komust aðeins 11 til hafnar. Níu Atlandshafsbandalagsríki tóku þátt í deginum en herskipin eru á landinu vegna kafbátaeftirlitsæfingar Atlandshafsbandalagsins sem fer fram um þessar mundir. Magnus Þór Hafsteinsson rithöfundur var meðal boðsgesta um borð í Tý sem fór fyrir skipalestinni. Hann útskýrir að ástæða þess að skipalestin fór af stað frá Hvalfirði séu góðar aðstæður í Hvalfirði. Hann sé skjólgóður og auðvelt sé að nota hann sem bækistöð. Í Hvalfirðinum var einnar mínútu þögn til minningar um þá sem létu lífið. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var einnig meðal gesta en hann segir að Íslendingar hafi fært miklar fórnir í síðari heimstyrjöldinni. „Við misstum sama hlutfall af fólki og til dæmis bandaríkjamenn. Aðallega ungir menn og mér finnst að þeir eigi skilið að við minnumst þeirra.“ Guðlaugur bendir á að athöfnin í dag hafi verið afar táknræn. „Hér eru fulltrúar allra stríðandi aðila í heimstyrjöldinni. Það gerist ekki oft og það er afar ánægjulegt að það gerist hér á Íslandi,“ segir Guðlaugur Þór. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Í tengslum við kafbátaeftirlitsæfingu NATO söfnuðust herskip saman á Faxaflóa í morgun og sigldu í fylkingu inn Hvalfjörðinn til að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalestir bandamanna í síðasti heimstyrjöldinni. 75 ár eru síðan skipalest bandamanna, PQ17, hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga í Rússlandi til að koma björgum til Rússlands þegar stríðið á austurvígsstöðvunum stóð sem hæst. Skipalestin lenti í miklum hremmingum á leiðinni til Rússlands en þjóðverjar gerðu árásir á flutningaskipin. Á annað hundrað manns létust en af 35 skipum komust aðeins 11 til hafnar. Níu Atlandshafsbandalagsríki tóku þátt í deginum en herskipin eru á landinu vegna kafbátaeftirlitsæfingar Atlandshafsbandalagsins sem fer fram um þessar mundir. Magnus Þór Hafsteinsson rithöfundur var meðal boðsgesta um borð í Tý sem fór fyrir skipalestinni. Hann útskýrir að ástæða þess að skipalestin fór af stað frá Hvalfirði séu góðar aðstæður í Hvalfirði. Hann sé skjólgóður og auðvelt sé að nota hann sem bækistöð. Í Hvalfirðinum var einnar mínútu þögn til minningar um þá sem létu lífið. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var einnig meðal gesta en hann segir að Íslendingar hafi fært miklar fórnir í síðari heimstyrjöldinni. „Við misstum sama hlutfall af fólki og til dæmis bandaríkjamenn. Aðallega ungir menn og mér finnst að þeir eigi skilið að við minnumst þeirra.“ Guðlaugur bendir á að athöfnin í dag hafi verið afar táknræn. „Hér eru fulltrúar allra stríðandi aðila í heimstyrjöldinni. Það gerist ekki oft og það er afar ánægjulegt að það gerist hér á Íslandi,“ segir Guðlaugur Þór.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira