Kosningarnar gætu orðið sögulegar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2017 14:45 Emmanuel Macron forseti Frakklands hitti kjósendur fyrir utan kjörstað í París í dag. Vísir/afp Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku. Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis. Aðeins er rúmur mánuður síðan Emmanuel Macron var kjörinn forseti landsins, og bendir allt til þess að flokkur hans sem var stofnaður fyrir ári síðan, La Republique en Marche, fari með kosningasigur. Flokkurinn hefur nú engan mann á þingi en 577 sæti eru á franska þinginu og einhverjar kannanir benda til þess að flokkur Macrons fái allt að 400 sæti. Kosningasigur Macron í forsetakosningunum var að mörgu leyti sögulegur, hann er 39 ára og yngsti forseti landsins, og ekki fulltrúi stóru flokkanna tveggja heldur kemur úr nýrri átt. Nú stefnir því í sögulegar þingkosningar enda hafa stóru flokkarnir verið við völd síðustu áratugi.Endurræsing á hinu franska frjálslyndiEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt benda til nýrra strauma í stjórnmálum í Frakklandi. „Þetta er einhvers konar endurræsing á hinu franska frjálslyndi ef svo má segja. Við höfum séð þróun í frönsku stjórnmálum þar sem þjóðernispopúlistar hafa verið á mikilli siglingu og það má segja að Macron og hans hreyfing sé einhvers konar mótbylgja gegn þeirri þróun.“ Þá bendir hann á að almenningur sé einnig að gefa pólitísku elítunni gula spjaldið með því að leita á önnur mið. Kosningakerfi Frakklands er einstakt og er milli þess að vera þingræðiskerfi og forsetaræðiskerfi. Aðeins þrisvar hefur forseti verið kosinn í fimmta lýðveldinu sem ekki hefur meirihluta á þingi. „Forsetinn sem slíkur hefur ekki svo mikil völd í sjálfu sér. Völd hans felast í því að hafa líka meirihluta á þingi,“ segir Eiríkur Bergmann og bendir á að ef hreyfing Macron fær ekki meirihluta í þingkosningunum muni hann eiga mun erfiðara með að ná málum í gegn. Önnur umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku.
Tengdar fréttir Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Kannanir benda til stórsigurs flokks Macron Skoðanakannanir benda til að flokkur Emmanuel Macron kunni að ná stærsta meirihluta á franska þinginu frá stórsigri Charles de Gaulle í kjölfar stúdentamótmælanna og allsherjarverkfallanna í landinu árið 1968. 6. júní 2017 15:33
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21