Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2017 15:18 Nabakowski-bræðurnir í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar skotárásmál sem þeir hlutu ríflega 30 mánaða fangelsisdóm í var tekið fyrir. „Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Þórður Már Jónsson, lögmaður Marcin Wieslaw Nabakowsk. Marcin og bróður hans Rafal Marek Nabakowski var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag eftir viku einangrun. Bræðrunum og þriðja manni var sleppt átta dögum áður en varðhaldið rann út en varðhaldið yfir konunni átti að renna út á morgun. Öll fjögur voru á vettvangi þegar Arnar Jónsson Aspar var myrtur í Mosfellsdal að kvöldi miðvikudagsins 7. júní. Arnar sat að snæðingi með konu, nýfæddu barni og afa konu sinnar þegar gesti bar að garði á sjöunda tímanum. Út brutust átök sem lauk með því að Arnar dó. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun til 23. júní vegna málsins. Sex voru á svæðinu umrætt kvöld og voru öll úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun 8. júní. Kona átti að vera í varðhaldi til dagsins í dag en hinir út næstu viku. Vísir/Höskuldur Kári Fóru að beiðni vinnuveitenda síns Þórður Már segir það hafa legið alveg ljóst fyrir frá byrjun hver aðild Nabakowski bræðanna hafi verið. „Þeir voru í vinnu hjá þessum Sveini Gesti og fara með honum á Kentucky eftir vinnu,“ segir Þórður. Fram hefur komið að þeir borðuðu á KFC í Mosfellsbæ. „Hann biður þá um að koma með sér að sækja verkfæri til þessa manns sem síðar var myrtur. Það sýður eitthvað upp úr á milli Sveins Gests og hans. Þá ákveða þeir, því þeir voru búnir að vera í vandræðum áður, að fara ekki upp eftir til að auka á þau vandræði.“ Vísar Þórður Már til þess að bræðurnir fengu ríflega tveggja og hálfs árs dóm í febrúar fyrir skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í ágúst í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar og er þess beðið að málið verði tekið fyrir. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara í síðustu viku. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni.Vísir Hefðu hjálpað manninum hefðu þeir vitað að svona færi „Svo eru átök þarna innfrá sem þeir sjá úr fjarlægð, hundrað metra fjarlægð, sem endar á því að maðurinn deyr. Þeir eru hvergi nálægt þegar þetta gerist og fóru ekki þangað upp eftir til að fara í nein átök,“ segir Þórður Már. Erindið hafi verið að sækja verkfæri í eigu Sveins Gests, vinnuveitenda þeirra. „Þeir gerðu svo auðvitað rétt í því að fara,“ segir Þórður. Hann hefur eftir bræðrunum að hefði þá grunað að svona myndi fara hefðu þeir auðvitað keyrt upp eftir aftur og hjálpað manninum. „En þá grunaði aldrei að þetta færi svona. “ Bræðurnir hafa nú lokið vikuvist í einangrun sem hefur reynst þeim þungbær. Þeir hafi þó haft skilning á því að vegna þess að þeir voru á vettvangi hafi lögregla viljað skoða þeirra þátt við rannsókn á málinu. Umræða um bræðurna hafi þó verið óvægin. „Það vill enginn heyra neitt minnst á það að þeir hafi verið saklausir í þessu máli. En það er nú bara einfaldlega þannig hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.“ Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, að málið sé upplýst að því marki að ekki sé lengur ástæða til að halda sakborningunum fjórum, sem sleppt var í dag, í gæsluvarðhaldi.Þórður tjáði sig sömuleiðis um málið á Facebook eins og sjá má hér að neðan. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Þórður Már Jónsson, lögmaður Marcin Wieslaw Nabakowsk. Marcin og bróður hans Rafal Marek Nabakowski var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag eftir viku einangrun. Bræðrunum og þriðja manni var sleppt átta dögum áður en varðhaldið rann út en varðhaldið yfir konunni átti að renna út á morgun. Öll fjögur voru á vettvangi þegar Arnar Jónsson Aspar var myrtur í Mosfellsdal að kvöldi miðvikudagsins 7. júní. Arnar sat að snæðingi með konu, nýfæddu barni og afa konu sinnar þegar gesti bar að garði á sjöunda tímanum. Út brutust átök sem lauk með því að Arnar dó. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun til 23. júní vegna málsins. Sex voru á svæðinu umrætt kvöld og voru öll úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun 8. júní. Kona átti að vera í varðhaldi til dagsins í dag en hinir út næstu viku. Vísir/Höskuldur Kári Fóru að beiðni vinnuveitenda síns Þórður Már segir það hafa legið alveg ljóst fyrir frá byrjun hver aðild Nabakowski bræðanna hafi verið. „Þeir voru í vinnu hjá þessum Sveini Gesti og fara með honum á Kentucky eftir vinnu,“ segir Þórður. Fram hefur komið að þeir borðuðu á KFC í Mosfellsbæ. „Hann biður þá um að koma með sér að sækja verkfæri til þessa manns sem síðar var myrtur. Það sýður eitthvað upp úr á milli Sveins Gests og hans. Þá ákveða þeir, því þeir voru búnir að vera í vandræðum áður, að fara ekki upp eftir til að auka á þau vandræði.“ Vísar Þórður Már til þess að bræðurnir fengu ríflega tveggja og hálfs árs dóm í febrúar fyrir skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í ágúst í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar og er þess beðið að málið verði tekið fyrir. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara í síðustu viku. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni.Vísir Hefðu hjálpað manninum hefðu þeir vitað að svona færi „Svo eru átök þarna innfrá sem þeir sjá úr fjarlægð, hundrað metra fjarlægð, sem endar á því að maðurinn deyr. Þeir eru hvergi nálægt þegar þetta gerist og fóru ekki þangað upp eftir til að fara í nein átök,“ segir Þórður Már. Erindið hafi verið að sækja verkfæri í eigu Sveins Gests, vinnuveitenda þeirra. „Þeir gerðu svo auðvitað rétt í því að fara,“ segir Þórður. Hann hefur eftir bræðrunum að hefði þá grunað að svona myndi fara hefðu þeir auðvitað keyrt upp eftir aftur og hjálpað manninum. „En þá grunaði aldrei að þetta færi svona. “ Bræðurnir hafa nú lokið vikuvist í einangrun sem hefur reynst þeim þungbær. Þeir hafi þó haft skilning á því að vegna þess að þeir voru á vettvangi hafi lögregla viljað skoða þeirra þátt við rannsókn á málinu. Umræða um bræðurna hafi þó verið óvægin. „Það vill enginn heyra neitt minnst á það að þeir hafi verið saklausir í þessu máli. En það er nú bara einfaldlega þannig hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.“ Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, að málið sé upplýst að því marki að ekki sé lengur ástæða til að halda sakborningunum fjórum, sem sleppt var í dag, í gæsluvarðhaldi.Þórður tjáði sig sömuleiðis um málið á Facebook eins og sjá má hér að neðan.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira