Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2017 15:18 Nabakowski-bræðurnir í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar skotárásmál sem þeir hlutu ríflega 30 mánaða fangelsisdóm í var tekið fyrir. „Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Þórður Már Jónsson, lögmaður Marcin Wieslaw Nabakowsk. Marcin og bróður hans Rafal Marek Nabakowski var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag eftir viku einangrun. Bræðrunum og þriðja manni var sleppt átta dögum áður en varðhaldið rann út en varðhaldið yfir konunni átti að renna út á morgun. Öll fjögur voru á vettvangi þegar Arnar Jónsson Aspar var myrtur í Mosfellsdal að kvöldi miðvikudagsins 7. júní. Arnar sat að snæðingi með konu, nýfæddu barni og afa konu sinnar þegar gesti bar að garði á sjöunda tímanum. Út brutust átök sem lauk með því að Arnar dó. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun til 23. júní vegna málsins. Sex voru á svæðinu umrætt kvöld og voru öll úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun 8. júní. Kona átti að vera í varðhaldi til dagsins í dag en hinir út næstu viku. Vísir/Höskuldur Kári Fóru að beiðni vinnuveitenda síns Þórður Már segir það hafa legið alveg ljóst fyrir frá byrjun hver aðild Nabakowski bræðanna hafi verið. „Þeir voru í vinnu hjá þessum Sveini Gesti og fara með honum á Kentucky eftir vinnu,“ segir Þórður. Fram hefur komið að þeir borðuðu á KFC í Mosfellsbæ. „Hann biður þá um að koma með sér að sækja verkfæri til þessa manns sem síðar var myrtur. Það sýður eitthvað upp úr á milli Sveins Gests og hans. Þá ákveða þeir, því þeir voru búnir að vera í vandræðum áður, að fara ekki upp eftir til að auka á þau vandræði.“ Vísar Þórður Már til þess að bræðurnir fengu ríflega tveggja og hálfs árs dóm í febrúar fyrir skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í ágúst í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar og er þess beðið að málið verði tekið fyrir. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara í síðustu viku. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni.Vísir Hefðu hjálpað manninum hefðu þeir vitað að svona færi „Svo eru átök þarna innfrá sem þeir sjá úr fjarlægð, hundrað metra fjarlægð, sem endar á því að maðurinn deyr. Þeir eru hvergi nálægt þegar þetta gerist og fóru ekki þangað upp eftir til að fara í nein átök,“ segir Þórður Már. Erindið hafi verið að sækja verkfæri í eigu Sveins Gests, vinnuveitenda þeirra. „Þeir gerðu svo auðvitað rétt í því að fara,“ segir Þórður. Hann hefur eftir bræðrunum að hefði þá grunað að svona myndi fara hefðu þeir auðvitað keyrt upp eftir aftur og hjálpað manninum. „En þá grunaði aldrei að þetta færi svona. “ Bræðurnir hafa nú lokið vikuvist í einangrun sem hefur reynst þeim þungbær. Þeir hafi þó haft skilning á því að vegna þess að þeir voru á vettvangi hafi lögregla viljað skoða þeirra þátt við rannsókn á málinu. Umræða um bræðurna hafi þó verið óvægin. „Það vill enginn heyra neitt minnst á það að þeir hafi verið saklausir í þessu máli. En það er nú bara einfaldlega þannig hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.“ Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, að málið sé upplýst að því marki að ekki sé lengur ástæða til að halda sakborningunum fjórum, sem sleppt var í dag, í gæsluvarðhaldi.Þórður tjáði sig sömuleiðis um málið á Facebook eins og sjá má hér að neðan. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir Þórður Már Jónsson, lögmaður Marcin Wieslaw Nabakowsk. Marcin og bróður hans Rafal Marek Nabakowski var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag eftir viku einangrun. Bræðrunum og þriðja manni var sleppt átta dögum áður en varðhaldið rann út en varðhaldið yfir konunni átti að renna út á morgun. Öll fjögur voru á vettvangi þegar Arnar Jónsson Aspar var myrtur í Mosfellsdal að kvöldi miðvikudagsins 7. júní. Arnar sat að snæðingi með konu, nýfæddu barni og afa konu sinnar þegar gesti bar að garði á sjöunda tímanum. Út brutust átök sem lauk með því að Arnar dó. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason verða áfram í gæsluvarðhaldi og einangrun til 23. júní vegna málsins. Sex voru á svæðinu umrætt kvöld og voru öll úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun 8. júní. Kona átti að vera í varðhaldi til dagsins í dag en hinir út næstu viku. Vísir/Höskuldur Kári Fóru að beiðni vinnuveitenda síns Þórður Már segir það hafa legið alveg ljóst fyrir frá byrjun hver aðild Nabakowski bræðanna hafi verið. „Þeir voru í vinnu hjá þessum Sveini Gesti og fara með honum á Kentucky eftir vinnu,“ segir Þórður. Fram hefur komið að þeir borðuðu á KFC í Mosfellsbæ. „Hann biður þá um að koma með sér að sækja verkfæri til þessa manns sem síðar var myrtur. Það sýður eitthvað upp úr á milli Sveins Gests og hans. Þá ákveða þeir, því þeir voru búnir að vera í vandræðum áður, að fara ekki upp eftir til að auka á þau vandræði.“ Vísar Þórður Már til þess að bræðurnir fengu ríflega tveggja og hálfs árs dóm í febrúar fyrir skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í ágúst í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar og er þess beðið að málið verði tekið fyrir. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara í síðustu viku. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni.Vísir Hefðu hjálpað manninum hefðu þeir vitað að svona færi „Svo eru átök þarna innfrá sem þeir sjá úr fjarlægð, hundrað metra fjarlægð, sem endar á því að maðurinn deyr. Þeir eru hvergi nálægt þegar þetta gerist og fóru ekki þangað upp eftir til að fara í nein átök,“ segir Þórður Már. Erindið hafi verið að sækja verkfæri í eigu Sveins Gests, vinnuveitenda þeirra. „Þeir gerðu svo auðvitað rétt í því að fara,“ segir Þórður. Hann hefur eftir bræðrunum að hefði þá grunað að svona myndi fara hefðu þeir auðvitað keyrt upp eftir aftur og hjálpað manninum. „En þá grunaði aldrei að þetta færi svona. “ Bræðurnir hafa nú lokið vikuvist í einangrun sem hefur reynst þeim þungbær. Þeir hafi þó haft skilning á því að vegna þess að þeir voru á vettvangi hafi lögregla viljað skoða þeirra þátt við rannsókn á málinu. Umræða um bræðurna hafi þó verið óvægin. „Það vill enginn heyra neitt minnst á það að þeir hafi verið saklausir í þessu máli. En það er nú bara einfaldlega þannig hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.“ Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, að málið sé upplýst að því marki að ekki sé lengur ástæða til að halda sakborningunum fjórum, sem sleppt var í dag, í gæsluvarðhaldi.Þórður tjáði sig sömuleiðis um málið á Facebook eins og sjá má hér að neðan.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira