Brask og bakreikningar Oddný G. Harðardóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hér eru innstæður tryggðar að lágmarki um 1,7 milljónir króna. Evróputilskipun frá 2014 hefur ekki enn verið tekin upp hér á landi um mun hærri tryggingu eða 12 milljónir króna. Stjórnvöld hafa hins vegar gefið það út að sparifé landsmanna sé ekki lengur tryggt að fullu og því er staða sparifjáreigenda hér á landi ekki ásættanleg. Í nýlegri skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fjallar starfshópur um kosti og galla við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Þar segir að löggjöf þurfi að tryggja að áhætta af fjárfestingarbankastarfsemi skapi ekki kerfisáhættu þannig að innviðum fjármálakerfisins, efnahagskerfinu, almenningi og ríkissjóði stafi hætta af slíkri starfsemi. Ég tel að hagur almennings sé best varinn með því að fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin með lögum. Fjárfestingarbankar taka áhættu í hagnaðarskyni langt umfram það sem viðskiptabankar gera. Viðskiptabankastarfsemi tekur lágmarksáhættu við ávöxtun sparifjár almennings og sér um nauðsynlega greiðslumiðlun. Sú bankastarfsemi er samfélagslega mikilvæg og ómissandi þjónusta við almenning. Þess vegna hefur bankastarfsemi notið stuðnings ríkisins beint og óbeint. Þegar fjárfestingarbankastarfsemi er blandað saman við nauðsynlega þjónustu við almenning nýtur áhættusækin fjármálastarfsemi stuðnings ríkisins um leið. Sagan sýnir okkur að sú starfsemi ýtir bæði undir græðgi og skammtíma hagsmuni þeirra sem taka mikla áhættu. Ef þessi blöndun viðgengst þá munu braskarar eiga áfram greiðan aðgang og afnot af sparifé almennings. Seðlabankinn á ekki að styðja braskið. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bankakerfið verður að geta staðið af sér fjármálaáföll. Framtíðarskipan þess þarf að miða að því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangsmikið með ódýrri sjálfsagðri þjónustu við fólk og fyrirtæki. Sparifjáreigendur hafa ekki veð í bönkunum en verða að geta treyst því að sparifé þeirra sé öruggt og aðgengilegt til að greiða með regluleg útgjöld. Hér eru innstæður tryggðar að lágmarki um 1,7 milljónir króna. Evróputilskipun frá 2014 hefur ekki enn verið tekin upp hér á landi um mun hærri tryggingu eða 12 milljónir króna. Stjórnvöld hafa hins vegar gefið það út að sparifé landsmanna sé ekki lengur tryggt að fullu og því er staða sparifjáreigenda hér á landi ekki ásættanleg. Í nýlegri skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins fjallar starfshópur um kosti og galla við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Þar segir að löggjöf þurfi að tryggja að áhætta af fjárfestingarbankastarfsemi skapi ekki kerfisáhættu þannig að innviðum fjármálakerfisins, efnahagskerfinu, almenningi og ríkissjóði stafi hætta af slíkri starfsemi. Ég tel að hagur almennings sé best varinn með því að fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi verði aðskilin með lögum. Fjárfestingarbankar taka áhættu í hagnaðarskyni langt umfram það sem viðskiptabankar gera. Viðskiptabankastarfsemi tekur lágmarksáhættu við ávöxtun sparifjár almennings og sér um nauðsynlega greiðslumiðlun. Sú bankastarfsemi er samfélagslega mikilvæg og ómissandi þjónusta við almenning. Þess vegna hefur bankastarfsemi notið stuðnings ríkisins beint og óbeint. Þegar fjárfestingarbankastarfsemi er blandað saman við nauðsynlega þjónustu við almenning nýtur áhættusækin fjármálastarfsemi stuðnings ríkisins um leið. Sagan sýnir okkur að sú starfsemi ýtir bæði undir græðgi og skammtíma hagsmuni þeirra sem taka mikla áhættu. Ef þessi blöndun viðgengst þá munu braskarar eiga áfram greiðan aðgang og afnot af sparifé almennings. Seðlabankinn á ekki að styðja braskið. Fjárfestar sem njóta alls ávinnings af áhættu ef vel tekst til, eiga líka að bera allan kostnað þegar verr gengur. Honum má ekki velta yfir á almenning.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun