Íslenski boltinn

Emil Lyng: Við eigum bestu stuðningsmennina í deildinni

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Danski framherjinn Emil Lyng kom frá Silkeborg.
Danski framherjinn Emil Lyng kom frá Silkeborg. mynd/ka
Emil Lyng skoraði þrennu fyrir KA gegn Víkingi Ólafsvík í kvöld en þessi Dani kom til félagsins núna rétt fyrir mót. Honum leið að vonum vel eftir sigurinn og frammistöðu sína.

„Þrjú mörk. Þrjú stig og núna eigum við langa ferð fyrir höndum til Akureyrar. Þetta er besta leiðin til að fara frá Ólafsvík í kvöld.”

Hann segist ekki geta lofað þrennu aftur í sumar en segir að hann sé kominn hingað til að skora mörk. Hann tekur í sama streng og þjálfari liðsins, Tufa, og segir að 3-0 markið sem hann skoraði hafi drepið leikinn fyrir fullt og allt.

En hvernig finnst Emil Lyng að vera kominn í Pepsi deildina?

„Ég er frekar nýr og hef ekki séð öll liðin ennþá. Mér líður vel. Margir góðir leikmenn hérna. Í samanburði við Danmörku er þetta auðvitað minna land en gæðin eru mikil. Vellirnir eru jafn stórir, það eru tvö mörk hérna líka eins og þar.”

Hann tekur í sama streng og Tufa og vildi þakka stuðningsmönnum sérstaklega fyrir.

„Ég hef ekki verið hérna lengi en það er nokkuð ljóst að okkar stuðningsmenn eru þeir bestu deildinni. Þeir eru hér, þar og allstaðar og við kunnum að meta það. Þeir gefa okkur stórt klapp á öxlina og við erum þakklátir fyrir það."

Hér fyrir neðan má lesa frekari umfjöllun um leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×