Ofurjeppamaður fordæmir akstursbann og spáir öngþveiti í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Kristján. G. Kristjánsson mun ekki geta sótt farþega á Hótel Borg eftir næstu mánaðamót. vísir/eyþór „Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
„Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira