Manndráp í Mosfellsdal: Andrea Kristín afar ósátt við slúður og nafnbirtingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 10:45 Ég væri ekki mannleg ef ég iðraðist ekki gjörða minna og hef átt erfitt með að horfast í augu við þær allan tímann, sagði Andrea Kristín í viðtali við Fréttablaðið árið 2012. Vísir/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir er afar ósátt við að hún sé sögð meðal hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal í gær. Andrea á sér brotasögu en segist hafa snúið við blaðinu. Það sé hins vegar langt í frá auðvelt og draugar fortíðar banki reglulega upp á. Sex voru handtekin í gærkvöldi vegna alvarlegrar líkamsárásar við Æsustaði í Mosfellsdal á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Árásin var hrottaleg en meðal hinna handteknu er Jón Trausti Lúthersson og bræður sem hlutu fangelsisdóm í febrúar fyrir skotárás. Andrea var nafngreind í að minnsta kosti tveimur fjölmiðlum í tengslum við málið í morgun. Hávær orðrómur hefur verið uppi um að konan sé Andrea Kristín og hafa verið birtar fréttir þess efnis í einstökum fjölmiðlum. „Ég hef tekið út minn dóm,“ segir Andrea sem var á mótorhjólinu með vini sínum í gærkvöldi og hvergi nálægt vettvangi árásarinnar. Síminn hafi hins vegar ekki stoppað og hvað þá „messenger“ á Facebook þar sem hvert skjáskotið með nafni hennar á fætur öðru hefur birst. Sjá einnig: Byrja upp á nýtt eftir afplánun „Ég held þau séu orðin 36,“ segir Andrea um skjáskotin en um er að ræða spjall á samfélagsmiðlinum þar sem fullyrt er að hún sé á meðal hinna handteknu. Hafði hún hringt eitt símtal í aðila sem hún þekkti ekki en hafði nafngreint hana til að leiðrétta misskilninginn. Andrea getur ekki neitað því að hún þekkir til þeirra sem handteknir voru vegna málsins og eru í haldi lögreglu. Hún hafi sagt skilið við þessa drauga fortíðar en það sé þó erfitt. „Ef ég segi nei, þá er ég rænd eða eitthvað skemmt,“ segir Andrea sem er flutt af höfuðborgarsvæðinu og leggur áherslu á að sinna börnunum sínum. „Ég vil ekki vera partur af neinu af þessu lengur.“ Hún bendir á að lífið hjá fólki hljóti að vera leiðinlegt ef það hafi ekkert betra að gera en að slúðra um nafnið hennar á Facebook í tengslum við svo sorglegt mál.Uppfært klukkan 12:03DV hefur beðist afsökunar á nafnbirtingunni.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Manndráp í Mosfellsdal: Endurlífgun reynd á vettvangi Endurlífgun bar ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi. 8. júní 2017 10:41
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11
Mamma gerði mistök Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex, segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, 27. nóvember 2012 10:48