Mamma gerði mistök 27. nóvember 2012 10:48 Ég væri ekki mannleg ef ég iðraðist ekki gjörða minna og hef átt erfitt með að horfast í augu við þær allan tímann, segir Andrea spurð hvort iðrunin sé meiri á hátíð frelsarans. En á hún sér jólaósk? Já, ég óska þess að börnin mín og maðurinn hafi það gott um jólin. Besta jólagjöfin væri svo frelsið; frelsi til að vera hjá þeim Vísir/Stefán „Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex," segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, en hún afplánar þungan dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem hún var dæmd fyrir á síðasta ári. Andrea var í einangrun á Litla-Hrauni á aðfangadagskvöld í fyrra. Heima biðu tvær litlar dætur með lítinn skilning á hvarfi mömmu og breyttu jólahaldi. Andrea verður enn í fangelsi þessi jól. „Ég gleymi ekki spenningnum og hamingjunni þegar við loks fengum litið uppljómað ævintýraland stofunnar. Ég gerði þetta ein jólin fyrir stelpurnar mínar og held að sú minning sé ein af þeim sem þær halda mest í núna. Ég gleymi í það minnsta aldrei yndislegum svipnum á andlitum þeirra."Andrea Kristín er mikið jólabarn.Vísir/StefánAlltaf verið mikið jólabarn Andrea situr undir ljósmyndum og teiknuðum ástarkveðjum dætra sinna, átta og tíu ára. „Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og átti aðeins eftir að finna jólatré þegar ógæfan dundi yfir í fyrra. Jólabaksturinn var búinn, jólagjafirnar keyptar og eftirvænting ríkti í brjóstum okkar jólastelpnanna á heimilinu," segir Andrea þegar hún lítur um öxl á ófyrirséð örlög sín fyrir um ári. „Líðanin að vera stödd í einangrun á Þorláksmessu var ekki góð og jólin voru vissulega erfið. Eldri dóttir mín er með Downs-heilkenni og einhverfu og erfitt að vita hvernig hún tekur þessu. Yngri stelpan er spurulli og skildi ekki af hverju þetta gerðist né af hverju mamma kæmi ekki heim. Það er engin leið að gera börnum grein fyrir slíku en ég hef reynt að útskýra fyrir henni að mamma gerði mistök." Andrea hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem átti sér stað 22. desember 2011. Hér má nálgast frétt um dóminn á sínum tíma. „Maður leggur ekki upp með að gera einhverjum illt og vitaskuld ekki á stefnuskrá nokkurs að lenda í fangelsi. Þar er vont að vera einn með hugsunum sínum en versta tilfinningin að hafa brugðist sjálfum sér. Valið stendur á milli þess að nýta tímann til einhvers uppbyggilegs eða lenda í svartholi og það á ekki við mig," segir Andrea sem nú stundar nám á félagsfræðibraut Menntaskólans í Kópavogi. „Áhugasvið mitt liggur hjá fötluðum og seinna meir vil ég geta hjálpað fötluðum og föngum."Lífið ekki búið Andrea er nýgift en eiginmaður hennar fékk fjögurra ára fangelsisdóm fyrir sömu líkamsárás. Hún segir tímann fram undan ögrandi. „Jólin eru hátíð fjölskyldunnar og það kvelur mig að geta ekki verið hjá manni mínum og börnum. Ég veit að dæturnar eru í góðum höndum hjá pabba sínum og fósturmóður en sú yngri hefur áhyggjur og veltir fyrir sér hvernig ég hafi það." Aðeins einu sinni í mánuði, í tvo tíma, fær Andrea að hitta dætur sínar í íbúð félagsmálayfirvalda. „Það er mesta refsingin; sú harðasta. Þegar við hittumst spjöllum við endalaust, litum og leikum okkur. Mér finnst erfiðast af öllu að eiga fatlað barn sem þarf á mér að halda og geta ekki gert henni grein fyrir stöðunni. Að kveðja tekur svo óskaplega á fyrir okkur allar," segir Andrea og vonast eftir að heimsóknartækifærum fjölgi á meðan hún situr í fangelsi. „Ég er mikil mamma í mér. Mörgum kemur á óvart að ég kunni að elda og hafi matartíma í hávegum en á heimilinu voru fjögur börn því maðurinn minn á tvö börn líka. Við byrjum upp á nýtt þegar afplánun er lokið." Andrea er bjartsýn að eðlisfari og reynir að halda sér upptekinni með námi, vinnu og líkamsrækt. „Frelsissviptingin hellist aðallega yfir á kvöldin þegar ég heyri í lásnum og klefanum er læst." Andrea segist líta á fangelsisvist sem prófraun. „Lífið er ekki búið þótt maður fari í fangelsi en þar er virkilega harðneskjulegt að vera og sennilega verst að vera kvenfangi á Íslandi í dag. Innilokun er meiri og opin úrræði engin. Þá er fangelsið kuldalegur staður þar sem fangar eru þvingaðir til að búa með fólki sem þeir eiga enga samleið með og tilneyddir að deila með hátíðlegustu dögum lífsins." Andrea segist ekki hafa hallað sér að Guði eftir að afplánun hófst. „Ég er ekki heldur byrjuð að gráta þótt ég missi af afmælum stelpnanna og öðru sem tengist lífi þeirra og þroska. Ég reyni að taka einn dag í einu af æðruleysi því það er erfiðara að vakna og klára daginn ef maður kvíðir framtíðinni. Það er strembið að vera innan um neikvæðnina sem ríkir eðlilega í fangelsi en ég er alin upp við jákvæðni, að gefast ekki upp, trukkast í gegnum þetta og að þá komi hamingjan. Það er besta veganestið á svona stað. Þótt syrti um stundir kemur alltaf nýr dagur."Viðtalið við Andreu birtist í Jólablaði Fréttablaðsins í dag, en hér má nálgast blaðið í heild sinni. - þlg Jólafréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Mamma setti alltaf lak fyrir stofudyrnar á meðan hún skreytti stofuna hátt og lágt á aðfangadag. Við börnin fengum því ekki að sjá jólatréð fyrr en jólaklukkurnar klingdu og lakið féll klukkan sex," segir Andrea Kristín Unnarsdóttir um hjartfólgna jólaminningu, en hún afplánar þungan dóm fyrir alvarlega líkamsárás sem hún var dæmd fyrir á síðasta ári. Andrea var í einangrun á Litla-Hrauni á aðfangadagskvöld í fyrra. Heima biðu tvær litlar dætur með lítinn skilning á hvarfi mömmu og breyttu jólahaldi. Andrea verður enn í fangelsi þessi jól. „Ég gleymi ekki spenningnum og hamingjunni þegar við loks fengum litið uppljómað ævintýraland stofunnar. Ég gerði þetta ein jólin fyrir stelpurnar mínar og held að sú minning sé ein af þeim sem þær halda mest í núna. Ég gleymi í það minnsta aldrei yndislegum svipnum á andlitum þeirra."Andrea Kristín er mikið jólabarn.Vísir/StefánAlltaf verið mikið jólabarn Andrea situr undir ljósmyndum og teiknuðum ástarkveðjum dætra sinna, átta og tíu ára. „Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og átti aðeins eftir að finna jólatré þegar ógæfan dundi yfir í fyrra. Jólabaksturinn var búinn, jólagjafirnar keyptar og eftirvænting ríkti í brjóstum okkar jólastelpnanna á heimilinu," segir Andrea þegar hún lítur um öxl á ófyrirséð örlög sín fyrir um ári. „Líðanin að vera stödd í einangrun á Þorláksmessu var ekki góð og jólin voru vissulega erfið. Eldri dóttir mín er með Downs-heilkenni og einhverfu og erfitt að vita hvernig hún tekur þessu. Yngri stelpan er spurulli og skildi ekki af hverju þetta gerðist né af hverju mamma kæmi ekki heim. Það er engin leið að gera börnum grein fyrir slíku en ég hef reynt að útskýra fyrir henni að mamma gerði mistök." Andrea hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem átti sér stað 22. desember 2011. Hér má nálgast frétt um dóminn á sínum tíma. „Maður leggur ekki upp með að gera einhverjum illt og vitaskuld ekki á stefnuskrá nokkurs að lenda í fangelsi. Þar er vont að vera einn með hugsunum sínum en versta tilfinningin að hafa brugðist sjálfum sér. Valið stendur á milli þess að nýta tímann til einhvers uppbyggilegs eða lenda í svartholi og það á ekki við mig," segir Andrea sem nú stundar nám á félagsfræðibraut Menntaskólans í Kópavogi. „Áhugasvið mitt liggur hjá fötluðum og seinna meir vil ég geta hjálpað fötluðum og föngum."Lífið ekki búið Andrea er nýgift en eiginmaður hennar fékk fjögurra ára fangelsisdóm fyrir sömu líkamsárás. Hún segir tímann fram undan ögrandi. „Jólin eru hátíð fjölskyldunnar og það kvelur mig að geta ekki verið hjá manni mínum og börnum. Ég veit að dæturnar eru í góðum höndum hjá pabba sínum og fósturmóður en sú yngri hefur áhyggjur og veltir fyrir sér hvernig ég hafi það." Aðeins einu sinni í mánuði, í tvo tíma, fær Andrea að hitta dætur sínar í íbúð félagsmálayfirvalda. „Það er mesta refsingin; sú harðasta. Þegar við hittumst spjöllum við endalaust, litum og leikum okkur. Mér finnst erfiðast af öllu að eiga fatlað barn sem þarf á mér að halda og geta ekki gert henni grein fyrir stöðunni. Að kveðja tekur svo óskaplega á fyrir okkur allar," segir Andrea og vonast eftir að heimsóknartækifærum fjölgi á meðan hún situr í fangelsi. „Ég er mikil mamma í mér. Mörgum kemur á óvart að ég kunni að elda og hafi matartíma í hávegum en á heimilinu voru fjögur börn því maðurinn minn á tvö börn líka. Við byrjum upp á nýtt þegar afplánun er lokið." Andrea er bjartsýn að eðlisfari og reynir að halda sér upptekinni með námi, vinnu og líkamsrækt. „Frelsissviptingin hellist aðallega yfir á kvöldin þegar ég heyri í lásnum og klefanum er læst." Andrea segist líta á fangelsisvist sem prófraun. „Lífið er ekki búið þótt maður fari í fangelsi en þar er virkilega harðneskjulegt að vera og sennilega verst að vera kvenfangi á Íslandi í dag. Innilokun er meiri og opin úrræði engin. Þá er fangelsið kuldalegur staður þar sem fangar eru þvingaðir til að búa með fólki sem þeir eiga enga samleið með og tilneyddir að deila með hátíðlegustu dögum lífsins." Andrea segist ekki hafa hallað sér að Guði eftir að afplánun hófst. „Ég er ekki heldur byrjuð að gráta þótt ég missi af afmælum stelpnanna og öðru sem tengist lífi þeirra og þroska. Ég reyni að taka einn dag í einu af æðruleysi því það er erfiðara að vakna og klára daginn ef maður kvíðir framtíðinni. Það er strembið að vera innan um neikvæðnina sem ríkir eðlilega í fangelsi en ég er alin upp við jákvæðni, að gefast ekki upp, trukkast í gegnum þetta og að þá komi hamingjan. Það er besta veganestið á svona stað. Þótt syrti um stundir kemur alltaf nýr dagur."Viðtalið við Andreu birtist í Jólablaði Fréttablaðsins í dag, en hér má nálgast blaðið í heild sinni. - þlg
Jólafréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira