
Hlustið, skiljið, styðjið
Það sama gildir um ferðaþjónustuna og almenna vinnu. Hvers vegna er verið að skerða hlut eldri borgara í almannatryggingum, þegar þeir þiggja laun í þjónustu við samfélagið allt og greiða skatta af þeim tekjum? Til hvers var þetta kerfi almannatrygginga sett á laggirnar, nema til að styrkja eldri borgara til að eiga í sig og á, þótt sú fátæktargreiðsla frá samfélaginu, sem er tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði, sé hvergi nálægt útgjöldum frá degi til dags? Og skattlagt að auki.
Eiga ekki fyrir sjálfum sér
Svo berast upplýsingar um að makar hafi ekki efni á að standa fyrir útförum, að dánarbætur fari eftir efnahag, að styrkir séu felldir niður ef hinn látni skilur eitthvað eftir sig. Það er með öðrum orðum sífellt verið að passa upp á að eldri borgarar, sem eftir lifa, eigi ekki fyrir sjálfum sér og útgjöldum sínum, eins og einhvers konar sveitarómagar upp á náð hins opinbera. Sem er nánast engin.
Bið eftir dvöl á þjónustuheimilum fyrir aldraða getur staðið yfir í tvö, þrjú ár, bið eftir hjúkrun getur tekið jafn langan tíma, húsnæði fyrir aldrað fólk er takmarkað. Það er ekkert hlustað á þá kröfu, að eldri borgarar njóti vals um tilveru sína og stolt, hvar og hvernig þeir geti lokið ævi sinni með reisn.
Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra sem ráða för, og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara.
Ég sé enga leið, sem fara má með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum, meðan skilningur og undirtektir eru litlar sem engar. Af hálfu stjórnvalda eru þau viðfangsefni höfð í fjármálaáætlunum ríkisins til fimm ára, og málið er dautt. Framkvæmdasjóður aldraðra er nánast tómur, af því að hann hefur verið notaður til annarra hluta. Grunnlífeyrir er felldur niður. Ríkið skuldar átta hundruð milljónir vegna þess að afslætti til aldraðra er ekki sinnt. Bannað er að afla viðbótartekna nema með lækkun á tryggingabótum.
Afgangsstærð í þjóðfélaginu
Eldri borgarar eru afgangsstærð í samfélaginu, skertir með fáránlegum frítekjumörkum og hundsaðir þegar tilraunir og tillögur eru lagðar fram af talsmönnum eldri borgara. Kerfi almannatrygginga er nánast ölmusan ein.
Það er með ólíkindum hversu stjórnvöld hafa lítið sinnt þessum málaflokki. Þjóðin eldist, ævin lengist og fleiri og fleiri kjósendur (Íslendinga) upplifa þá eftirsóknarverðu framlengingu á lífstíma sínum að njóta aldurs, reynslu og gleði, eftir því sem ævin líður. Hópurinn stækkar sem eldist og það er verkefni stjórnmálanna, ríkisvaldsins og okkar allra, á næstu árum, að gæta hagsmuna eldri borgara. Það er áskorun um hlustun, undirtektir og skilning á þeim vanköntum sem kerfið felur í sér gagnvart eldra fólki. Ég skora á stjórnvöld, ríkisstjórn og flokkana alla að taka til í þessum málaflokki.
Hlustið, skiljið, styðjið.
Skoðun

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar