Smálánafyrirtæki þurfa ekki leyfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2017 13:13 Smálánafyrirtæki auglýsa enn rafbókalán þrátt fyrir aðfinnslur Neytendastofu. Vísir/AP Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því erfiðara um vik að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Forstjóri Neytendastofu bendir á að í mörgum öðrum löndum sé starfsemin leyfisskyld og segir æskilegt að taka umræðuna upp hér á landi. Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um SMS-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Á síðasta ári tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár.Erfitt fyrir Neytendastofu að framfylgja úrskurðinum Þetta virðist ekki hafa stoppað smálánafyrirtækin og enn eru rafbókalán auglýst. Neytendastofa þarf nú að fylgja eftir úrskurðinum, óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum og athuga hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Ef það hefur ekki verið gert er eina úrræði Neytendastofu að beita sektum. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að ef starfsemi smálánafyrirtækja yrði gerð skráningar- og leyfisskyld væri hægt að hafa mun meira og betra aðhald með starfseminni. Í dag þurfa smálánafyrirtæki engin leyfi. „Nei, ekki til að setja á fót svona fyrirtæki og þau eru ekki skráningarskyld sem fjármálafyrirtæki eða leyfisskyld. Til þess að gera það þarf að breyta lögum,“ segir Tryggvi og bendir á að með því að gera starfsemina leyfisskylda gæti ekki hver sem er stofnað smálánafyrirtæki. „Nei þá yrðu væntanlega sett nánari skilyrði um hæfi og fleira hjá þeim sem fara með þessi fyrirtæki. Ef það yrðu svo ítrekuð brot væri hægt að svipta aðila leyfi og banna starfsemina.“ Tryggvi segir að upp hafi komið umræða um að gera starfsemina leyfisskylda. „Ég held á einhverju stigi hafi verið bent á það. Held það sé gert að einhverju leyti í öðrum löndum og væri æskilegt að taka þá umræðu.“ Tengdar fréttir Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því erfiðara um vik að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Forstjóri Neytendastofu bendir á að í mörgum öðrum löndum sé starfsemin leyfisskyld og segir æskilegt að taka umræðuna upp hér á landi. Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um SMS-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Á síðasta ári tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár.Erfitt fyrir Neytendastofu að framfylgja úrskurðinum Þetta virðist ekki hafa stoppað smálánafyrirtækin og enn eru rafbókalán auglýst. Neytendastofa þarf nú að fylgja eftir úrskurðinum, óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum og athuga hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Ef það hefur ekki verið gert er eina úrræði Neytendastofu að beita sektum. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að ef starfsemi smálánafyrirtækja yrði gerð skráningar- og leyfisskyld væri hægt að hafa mun meira og betra aðhald með starfseminni. Í dag þurfa smálánafyrirtæki engin leyfi. „Nei, ekki til að setja á fót svona fyrirtæki og þau eru ekki skráningarskyld sem fjármálafyrirtæki eða leyfisskyld. Til þess að gera það þarf að breyta lögum,“ segir Tryggvi og bendir á að með því að gera starfsemina leyfisskylda gæti ekki hver sem er stofnað smálánafyrirtæki. „Nei þá yrðu væntanlega sett nánari skilyrði um hæfi og fleira hjá þeim sem fara með þessi fyrirtæki. Ef það yrðu svo ítrekuð brot væri hægt að svipta aðila leyfi og banna starfsemina.“ Tryggvi segir að upp hafi komið umræða um að gera starfsemina leyfisskylda. „Ég held á einhverju stigi hafi verið bent á það. Held það sé gert að einhverju leyti í öðrum löndum og væri æskilegt að taka þá umræðu.“
Tengdar fréttir Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15
Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00