Sjúkraflutningamenn í hlutastarfi fá þriðjungs launahækkun og lengri uppsagnarfrest Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2017 20:15 Stefán Pétursson er formaður LSOS. Vísir/Stefán „Ég er mjög sáttur,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um nýgert samkomulag um laun og kjör sjúkraflutningamanna í hlutastarfi sem starfa hjá ríkinu. Samkomulag náðist loks nú síðdegis í deilunni milli samninganefnda LSOS og ríkisins. Stefán segir að með samningnum sé búið að lengja uppsagnarfrest sjúkraflutningamanna úr 28 dögum í þrjá mánuði líkt og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. „Þetta var eitt af stóru málunum. Það er hundfúlt að vinna í fimmtán, tuttugu ár, hjá sama atvinnurekanda og eiga bara mánaðar uppsagnarfrest. Annað mál er að með þessum samningi eru hlutastarfandi sjúkraflutningamenn að fá heilt yfir um 30 til 35 prósenta launahækkun. Veikindaréttur, orlofsréttur, það er allt stórbætt,“ segir Stefán, en um níutíu hlutastarfandi sjúkraflutningamenn starfa nú hjá ríkinu og nær samningurinn til þeirra allra. Samningurinn er þess eðlis að ekki verður kosið um hann meðal félagsmanna. „Við lögðum áherslu á það í viðræðum okkar við ríkið að kalla þetta kjarasamning, en samninganefnd ríkisins vildi frekar kalla þetta samkomulag. Við sögum þá „allt í lagi, ef þetta verður kallað samkomulag þá náum við fram alvöru kjarasamningi árið 2019.“ Þeir samþykktu það,“ segir Stefán. Nýr samningur 2019 Samningurinn nær til ársins 2019, þegar samningur þeirra sem hafa sjúkraflutninga að aðalatvinnu rennur út. „Þá ætlum við að semja um alvöru kjarasamning, bæði fyrir þá sem starfa við þetta í fullri vinnu og hlutastarfandi. Við túlkum þetta hins vegar sem alvöru kjarasamning. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn fá alvöru samning. Hingað til hafa þeir einungis haft eitthvert samkomulag við fjármálaráðherra.“ Stefán segir að búið sé að senda samninginn til félagsmanna sem eru nú að kynna sér hann. „Ég er mjög sáttur. Varaformaður og framkvæmdastjóri eru báðir mjög sáttir.“Skoða má samninginn á heimasíðu LSOS. Kjaramál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Ég er mjög sáttur,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um nýgert samkomulag um laun og kjör sjúkraflutningamanna í hlutastarfi sem starfa hjá ríkinu. Samkomulag náðist loks nú síðdegis í deilunni milli samninganefnda LSOS og ríkisins. Stefán segir að með samningnum sé búið að lengja uppsagnarfrest sjúkraflutningamanna úr 28 dögum í þrjá mánuði líkt og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. „Þetta var eitt af stóru málunum. Það er hundfúlt að vinna í fimmtán, tuttugu ár, hjá sama atvinnurekanda og eiga bara mánaðar uppsagnarfrest. Annað mál er að með þessum samningi eru hlutastarfandi sjúkraflutningamenn að fá heilt yfir um 30 til 35 prósenta launahækkun. Veikindaréttur, orlofsréttur, það er allt stórbætt,“ segir Stefán, en um níutíu hlutastarfandi sjúkraflutningamenn starfa nú hjá ríkinu og nær samningurinn til þeirra allra. Samningurinn er þess eðlis að ekki verður kosið um hann meðal félagsmanna. „Við lögðum áherslu á það í viðræðum okkar við ríkið að kalla þetta kjarasamning, en samninganefnd ríkisins vildi frekar kalla þetta samkomulag. Við sögum þá „allt í lagi, ef þetta verður kallað samkomulag þá náum við fram alvöru kjarasamningi árið 2019.“ Þeir samþykktu það,“ segir Stefán. Nýr samningur 2019 Samningurinn nær til ársins 2019, þegar samningur þeirra sem hafa sjúkraflutninga að aðalatvinnu rennur út. „Þá ætlum við að semja um alvöru kjarasamning, bæði fyrir þá sem starfa við þetta í fullri vinnu og hlutastarfandi. Við túlkum þetta hins vegar sem alvöru kjarasamning. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn fá alvöru samning. Hingað til hafa þeir einungis haft eitthvert samkomulag við fjármálaráðherra.“ Stefán segir að búið sé að senda samninginn til félagsmanna sem eru nú að kynna sér hann. „Ég er mjög sáttur. Varaformaður og framkvæmdastjóri eru báðir mjög sáttir.“Skoða má samninginn á heimasíðu LSOS.
Kjaramál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira