Sjúkraflutningamenn í hlutastarfi fá þriðjungs launahækkun og lengri uppsagnarfrest Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2017 20:15 Stefán Pétursson er formaður LSOS. Vísir/Stefán „Ég er mjög sáttur,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um nýgert samkomulag um laun og kjör sjúkraflutningamanna í hlutastarfi sem starfa hjá ríkinu. Samkomulag náðist loks nú síðdegis í deilunni milli samninganefnda LSOS og ríkisins. Stefán segir að með samningnum sé búið að lengja uppsagnarfrest sjúkraflutningamanna úr 28 dögum í þrjá mánuði líkt og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. „Þetta var eitt af stóru málunum. Það er hundfúlt að vinna í fimmtán, tuttugu ár, hjá sama atvinnurekanda og eiga bara mánaðar uppsagnarfrest. Annað mál er að með þessum samningi eru hlutastarfandi sjúkraflutningamenn að fá heilt yfir um 30 til 35 prósenta launahækkun. Veikindaréttur, orlofsréttur, það er allt stórbætt,“ segir Stefán, en um níutíu hlutastarfandi sjúkraflutningamenn starfa nú hjá ríkinu og nær samningurinn til þeirra allra. Samningurinn er þess eðlis að ekki verður kosið um hann meðal félagsmanna. „Við lögðum áherslu á það í viðræðum okkar við ríkið að kalla þetta kjarasamning, en samninganefnd ríkisins vildi frekar kalla þetta samkomulag. Við sögum þá „allt í lagi, ef þetta verður kallað samkomulag þá náum við fram alvöru kjarasamningi árið 2019.“ Þeir samþykktu það,“ segir Stefán. Nýr samningur 2019 Samningurinn nær til ársins 2019, þegar samningur þeirra sem hafa sjúkraflutninga að aðalatvinnu rennur út. „Þá ætlum við að semja um alvöru kjarasamning, bæði fyrir þá sem starfa við þetta í fullri vinnu og hlutastarfandi. Við túlkum þetta hins vegar sem alvöru kjarasamning. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn fá alvöru samning. Hingað til hafa þeir einungis haft eitthvert samkomulag við fjármálaráðherra.“ Stefán segir að búið sé að senda samninginn til félagsmanna sem eru nú að kynna sér hann. „Ég er mjög sáttur. Varaformaður og framkvæmdastjóri eru báðir mjög sáttir.“Skoða má samninginn á heimasíðu LSOS. Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Ég er mjög sáttur,“ segir Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, um nýgert samkomulag um laun og kjör sjúkraflutningamanna í hlutastarfi sem starfa hjá ríkinu. Samkomulag náðist loks nú síðdegis í deilunni milli samninganefnda LSOS og ríkisins. Stefán segir að með samningnum sé búið að lengja uppsagnarfrest sjúkraflutningamanna úr 28 dögum í þrjá mánuði líkt og hjá öðrum opinberum starfsmönnum. „Þetta var eitt af stóru málunum. Það er hundfúlt að vinna í fimmtán, tuttugu ár, hjá sama atvinnurekanda og eiga bara mánaðar uppsagnarfrest. Annað mál er að með þessum samningi eru hlutastarfandi sjúkraflutningamenn að fá heilt yfir um 30 til 35 prósenta launahækkun. Veikindaréttur, orlofsréttur, það er allt stórbætt,“ segir Stefán, en um níutíu hlutastarfandi sjúkraflutningamenn starfa nú hjá ríkinu og nær samningurinn til þeirra allra. Samningurinn er þess eðlis að ekki verður kosið um hann meðal félagsmanna. „Við lögðum áherslu á það í viðræðum okkar við ríkið að kalla þetta kjarasamning, en samninganefnd ríkisins vildi frekar kalla þetta samkomulag. Við sögum þá „allt í lagi, ef þetta verður kallað samkomulag þá náum við fram alvöru kjarasamningi árið 2019.“ Þeir samþykktu það,“ segir Stefán. Nýr samningur 2019 Samningurinn nær til ársins 2019, þegar samningur þeirra sem hafa sjúkraflutninga að aðalatvinnu rennur út. „Þá ætlum við að semja um alvöru kjarasamning, bæði fyrir þá sem starfa við þetta í fullri vinnu og hlutastarfandi. Við túlkum þetta hins vegar sem alvöru kjarasamning. Þetta er í fyrsta sinn sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn fá alvöru samning. Hingað til hafa þeir einungis haft eitthvert samkomulag við fjármálaráðherra.“ Stefán segir að búið sé að senda samninginn til félagsmanna sem eru nú að kynna sér hann. „Ég er mjög sáttur. Varaformaður og framkvæmdastjóri eru báðir mjög sáttir.“Skoða má samninginn á heimasíðu LSOS.
Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira