Kjarasamningar mörg þúsund manns í húfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2017 20:00 Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira