Kjarasamningar mörg þúsund manns í húfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2017 20:00 Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“ Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira