Umboðssvik Kári Stefánsson skrifar 29. maí 2017 07:00 Á öldunum áður í Kína var litið svo á að keisarar stjórnuðu í umboði guðanna. Þegar fólkið í landinu fékk það á tilfinninguna að keisarinn hefði glatað umboðinu gerði það uppreisn. Ein slík átti sér stað í kringum 1850 og létu fimmtíu milljón manns lífið í henni. Alþingi stjórnar Íslandi í umboði fólksins í landinu, sem er endurnýjað á fjögurra ára fresti. Alþingi framselur svo hluta af þessu valdi til ríkisstjórnar sem það getur þó tekið til baka án nokkurs fyrirvara. Ísland er lýðveldi og í lýðveldinu hvílir valdið hjá fólkinu, lýðnum. Á Íslandi veitir fólkið Alþingi heimild til þess að stjórna í sínu umboði. Þetta umboð er mismunandi skilyrt og fer það eftir því hvað var sagt í kosningabaráttunni bæði af kjósendum og frambjóðendum og hverju var lofað af þeim síðarnefndu. Í aðdraganda kosninga á hausti tjáði þjóðin skýrt þá skoðun sína að heilbrigðiskerfi landsins væri laskað og krafðist þess af Alþingi að það yrði endurreist á myndarlegan máta. Frambjóðendur allra flokka hétu því að verða við kröfunni. Nú er ríkisstjórnin sem Alþingi bauð þjóðinni upp á eftir kosningar búin að leggja fram fimm ára áætlun ríkisfjármála sem sýnir fram á að hún ætli ekki að fara að kröfu þjóðarinnar um myndarlega endurreisn heilbrigðiskerfisins og þar með svíkja loforð sem frambjóðendur allra flokka veittu fyrir kosningar. Ef Alþingi samþykkir áætlunina væri um að ræða umboðssvik af þess hálfu. Það er nokkuð ljóst að kjósendur, fólkið í landinu, veittu þeim umboð til þess að stjórna sem þeir höfðu ástæðu til þess að ætla að sæju til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist. Umboð þeirra til þess að stjórna var skilyrt því. Þess vegna má leiða að því rök að ef Alþingi samþykkir áætlunina hafi það glatað umboðinu. Ef svo fer væri það í samræmi við hugmyndir okkar um lýðræði að rjúfa þing og efna til kosninga. Ef Alþingi gerir það ekki af sjálfsdáðum finnur þjóðin leið til þess að sannfæra kjörna fulltrúa sína um að það gerist víðar stórtíðindi en í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Á öldunum áður í Kína var litið svo á að keisarar stjórnuðu í umboði guðanna. Þegar fólkið í landinu fékk það á tilfinninguna að keisarinn hefði glatað umboðinu gerði það uppreisn. Ein slík átti sér stað í kringum 1850 og létu fimmtíu milljón manns lífið í henni. Alþingi stjórnar Íslandi í umboði fólksins í landinu, sem er endurnýjað á fjögurra ára fresti. Alþingi framselur svo hluta af þessu valdi til ríkisstjórnar sem það getur þó tekið til baka án nokkurs fyrirvara. Ísland er lýðveldi og í lýðveldinu hvílir valdið hjá fólkinu, lýðnum. Á Íslandi veitir fólkið Alþingi heimild til þess að stjórna í sínu umboði. Þetta umboð er mismunandi skilyrt og fer það eftir því hvað var sagt í kosningabaráttunni bæði af kjósendum og frambjóðendum og hverju var lofað af þeim síðarnefndu. Í aðdraganda kosninga á hausti tjáði þjóðin skýrt þá skoðun sína að heilbrigðiskerfi landsins væri laskað og krafðist þess af Alþingi að það yrði endurreist á myndarlegan máta. Frambjóðendur allra flokka hétu því að verða við kröfunni. Nú er ríkisstjórnin sem Alþingi bauð þjóðinni upp á eftir kosningar búin að leggja fram fimm ára áætlun ríkisfjármála sem sýnir fram á að hún ætli ekki að fara að kröfu þjóðarinnar um myndarlega endurreisn heilbrigðiskerfisins og þar með svíkja loforð sem frambjóðendur allra flokka veittu fyrir kosningar. Ef Alþingi samþykkir áætlunina væri um að ræða umboðssvik af þess hálfu. Það er nokkuð ljóst að kjósendur, fólkið í landinu, veittu þeim umboð til þess að stjórna sem þeir höfðu ástæðu til þess að ætla að sæju til þess að heilbrigðiskerfið yrði endurreist. Umboð þeirra til þess að stjórna var skilyrt því. Þess vegna má leiða að því rök að ef Alþingi samþykkir áætlunina hafi það glatað umboðinu. Ef svo fer væri það í samræmi við hugmyndir okkar um lýðræði að rjúfa þing og efna til kosninga. Ef Alþingi gerir það ekki af sjálfsdáðum finnur þjóðin leið til þess að sannfæra kjörna fulltrúa sína um að það gerist víðar stórtíðindi en í Kína.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun