Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 19:30 Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Efnahagsmál Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Efnahagsmál Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira