Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur at­vinnulífsins

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún er í hópi þeirra sem flytja erindi á fundinum.
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún er í hópi þeirra sem flytja erindi á fundinum. Vísir/Ívar Fannar

„Krafturinn sem knýr samfélagið“ er yfirskrift Ársfundar atvinnulífsins sem haldinn er í Hörpu í dag milli 15 og 17. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Í tilkynningu frá SA segir að fundurinn sé stærsti árlegi viðburður Samtaka atvinnulífsins. Í ár sé kastljósinu beint að útflutningsgreinunum og mikilvægi þeirra.

Meðal þátttakenda eru forseti Íslands, forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Baltasar Kormákur, Jón Sigurðsson og Róbert Wessman. George Bryant, yfirmaður sköpunar hjá Golin, fjallar um sókn inn á nýja markaði.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Á dagskrá fundarins er:

  • Ávarp frá Jóni Ólafi Halldórssyni, formanni SA
  • Ávarp frá Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands
  • Krafturinn sem knýr samfélagið, erindi frá Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA
  • Samræður á milli forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og Baltasars Kormáks, kvikmyndaleikstjóra
  • Pallborðsumræður í umsjón Sigtryggs Magnasonar með Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra Íslands, Jóni Sigurðssyni, forstjóra Stoða, og Róberti Wessman, forstjóra Alvotech
  • The Outsider‘s Playbook: An Emerging Agenda for Export Brands. Fyrirlestur George Bryant, alþjóðlegs sköpunarstjóra hjá Golin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×