Sofandi þingmenn Björn B. Björnsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar. Fiskeldi byggist á notkun og nýtingu sameiginlegra auðlinda okkar, en þrátt fyrir það eru engin áform um að greinin borgi fyrir þessa notkun, greiði auðlindagjald. Fiskeldi í sjókvíum mengar umhverfi sitt. Úr kvíunum kemur skítur og fóður sem mengar og skemmir sjávarbotninn. Úr kvíunum leka líka lyf sem fiskunum eru gefin og veruleg hætta er á að laxar sem sleppa úr kvíunum mengi (og jafnvel útrými) villtum laxastofnum við Ísland. Þá verður mikil sjónmengun af kvíunum sem verða settar upp í mörgum fegurstu fjörðum landsins. Það er því eðlileg krafa að þeir sem ætla að fá leyfi til að hagnast með þessum hætti á sameiginlegum auðlindum okkar greiði fyrir þessi not. Þetta virðist hins vegar alveg hafa gleymst. Kannski vegna dugnaðar fyrirtækjanna við að koma ár sinni fyrir borð. Alla vega hafa þingmenn hér steinsofið á verðinum við að gæta hagsmuna þeirra sem eiga auðlindina sem til stendur að nýta og menga. Ríkisútvarpið skýrði nýlega frá því að í Noregi væru sveitarfélög í auknum mæli afhuga fiskeldi og vildu ekki meira af slíku. Ástæðuna segja sveitarfélögin vera þá að fiskeldið skili litlu til samfélagsins þrátt fyrir mikinn gróða fiskeldisfyrirtækjanna. Sveitarfélögin fái litlar beinar tekjur og sum þeirra mjög litlar afleiddar tekjur. Á Íslandi kostar rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis eina milljón króna. Í Noregi kostar slíkt leyfi 150 milljónir króna og þegar Norðmenn prófuðu að bjóða upp slík leyfi fyrir nokkrum árum fengust 840 milljónir fyrir dýrasta leyfið. Væri ekki ráð að þingmenn vöknuðu af sínum þunga svefni og gerðu hér bragarbót? Auðlindagjald af fiskeldi gæti að hluta runnið til viðkomandi sveitarfélaga og að hluta í auðlindasjóðinn sem á að tryggja okkur fyrir áföllum í framtíðinni. Ekki mun af veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn B. Björnsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar. Fiskeldi byggist á notkun og nýtingu sameiginlegra auðlinda okkar, en þrátt fyrir það eru engin áform um að greinin borgi fyrir þessa notkun, greiði auðlindagjald. Fiskeldi í sjókvíum mengar umhverfi sitt. Úr kvíunum kemur skítur og fóður sem mengar og skemmir sjávarbotninn. Úr kvíunum leka líka lyf sem fiskunum eru gefin og veruleg hætta er á að laxar sem sleppa úr kvíunum mengi (og jafnvel útrými) villtum laxastofnum við Ísland. Þá verður mikil sjónmengun af kvíunum sem verða settar upp í mörgum fegurstu fjörðum landsins. Það er því eðlileg krafa að þeir sem ætla að fá leyfi til að hagnast með þessum hætti á sameiginlegum auðlindum okkar greiði fyrir þessi not. Þetta virðist hins vegar alveg hafa gleymst. Kannski vegna dugnaðar fyrirtækjanna við að koma ár sinni fyrir borð. Alla vega hafa þingmenn hér steinsofið á verðinum við að gæta hagsmuna þeirra sem eiga auðlindina sem til stendur að nýta og menga. Ríkisútvarpið skýrði nýlega frá því að í Noregi væru sveitarfélög í auknum mæli afhuga fiskeldi og vildu ekki meira af slíku. Ástæðuna segja sveitarfélögin vera þá að fiskeldið skili litlu til samfélagsins þrátt fyrir mikinn gróða fiskeldisfyrirtækjanna. Sveitarfélögin fái litlar beinar tekjur og sum þeirra mjög litlar afleiddar tekjur. Á Íslandi kostar rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis eina milljón króna. Í Noregi kostar slíkt leyfi 150 milljónir króna og þegar Norðmenn prófuðu að bjóða upp slík leyfi fyrir nokkrum árum fengust 840 milljónir fyrir dýrasta leyfið. Væri ekki ráð að þingmenn vöknuðu af sínum þunga svefni og gerðu hér bragarbót? Auðlindagjald af fiskeldi gæti að hluta runnið til viðkomandi sveitarfélaga og að hluta í auðlindasjóðinn sem á að tryggja okkur fyrir áföllum í framtíðinni. Ekki mun af veita.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar