Samræmd lífeyrisréttindi kalla á kjarabætur Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 18. maí 2017 07:00 Þáttaskil verða í kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna um næstu mánaðamót þegar nýskipan A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs tekur gildi. Þeim sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir 1. júní nk. verða búin sömu lífeyrisréttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þ.e. með aldurstengdri ávinnslu réttinda sem miðast við að lífeyristaka hefjist við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélagar munu eftir sem áður geta hætt störfum 65 ára og er tryggð jöfn ávinnsla réttinda með svokölluðum lífeyrisauka. Hið nýja lífeyriskerfi mun hafa mest áhrif á kjör og stöðu nýrra opinberra starfsmanna og kallar á kjarabætur þeim til handa. Háskólamenntaðir koma seinna en aðrir út á vinnumarkaðinn og missa því af mikilvægum „ávinnsluárum“ í nýju lífeyriskerfi. Vinna starfshóps um jöfnun launa á milli almenna og opinbera markaðarins er nýhafin og ljóst er að kjörin þurfa að breytast hratt og örugglega til hins betra ef ríki og sveitarfélög ætla ekki að verða undir í samkeppni um hæft háskólamenntað starfsfólk. Fyrstu skrefin þarf að taka í næstu kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið. Fleira veldur því að kjör og vinnuaðstæður háskólafólks eru í deiglunni. Æ fleiri eru sjálfstætt starfandi og/eða gegna hlutastörfum. Oft er um tímabundnar og ótryggar ráðningar að ræða. Sú tíð þegar stéttir háskólamenntaðra embættismanna gátu gengið að öruggum störfum hjá hinu opinbera vísum að loknu námi er löngu liðin. Samkeppni um góð störf er hörð en samræmt lífeyriskerfi á að auka hreyfanleika fólks á milli vinnumarkaða. Framfarir á sviði upplýsingatækni, t.d. á sviði gervigreindar, munu valda miklum breytingum á starfsumhverfi háskólamenntaðra á næstu áratugum. Til að tryggja samkeppnishæfi þjóðarinnar þarf að bæta aðgengi að fjölbreyttri menntun á framhalds- og háskólastigi í hæsta gæðaflokki. BHM skorar á ríkisstjórnina að láta af fjársvelti háskólastigsins og kallar eftir samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulífið um greiningu á framtíðarþörfum á vinnumarkaði og áhrifum tækniframfara á vinnumarkaðinn og störf háskólafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þáttaskil verða í kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna um næstu mánaðamót þegar nýskipan A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs tekur gildi. Þeim sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir 1. júní nk. verða búin sömu lífeyrisréttindi og gilda á almennum vinnumarkaði, þ.e. með aldurstengdri ávinnslu réttinda sem miðast við að lífeyristaka hefjist við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélagar munu eftir sem áður geta hætt störfum 65 ára og er tryggð jöfn ávinnsla réttinda með svokölluðum lífeyrisauka. Hið nýja lífeyriskerfi mun hafa mest áhrif á kjör og stöðu nýrra opinberra starfsmanna og kallar á kjarabætur þeim til handa. Háskólamenntaðir koma seinna en aðrir út á vinnumarkaðinn og missa því af mikilvægum „ávinnsluárum“ í nýju lífeyriskerfi. Vinna starfshóps um jöfnun launa á milli almenna og opinbera markaðarins er nýhafin og ljóst er að kjörin þurfa að breytast hratt og örugglega til hins betra ef ríki og sveitarfélög ætla ekki að verða undir í samkeppni um hæft háskólamenntað starfsfólk. Fyrstu skrefin þarf að taka í næstu kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið. Fleira veldur því að kjör og vinnuaðstæður háskólafólks eru í deiglunni. Æ fleiri eru sjálfstætt starfandi og/eða gegna hlutastörfum. Oft er um tímabundnar og ótryggar ráðningar að ræða. Sú tíð þegar stéttir háskólamenntaðra embættismanna gátu gengið að öruggum störfum hjá hinu opinbera vísum að loknu námi er löngu liðin. Samkeppni um góð störf er hörð en samræmt lífeyriskerfi á að auka hreyfanleika fólks á milli vinnumarkaða. Framfarir á sviði upplýsingatækni, t.d. á sviði gervigreindar, munu valda miklum breytingum á starfsumhverfi háskólamenntaðra á næstu áratugum. Til að tryggja samkeppnishæfi þjóðarinnar þarf að bæta aðgengi að fjölbreyttri menntun á framhalds- og háskólastigi í hæsta gæðaflokki. BHM skorar á ríkisstjórnina að láta af fjársvelti háskólastigsins og kallar eftir samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og atvinnulífið um greiningu á framtíðarþörfum á vinnumarkaði og áhrifum tækniframfara á vinnumarkaðinn og störf háskólafólks.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar