Ráðherra segir nauðsynlegt að ríkið ræði sem fyrst við sveitarfélögin um Borgarlínu Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/pjetur Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27