Erlent

Segja Rússa hafa reynt að nýta ráðgjafa Trump í kosningabaráttunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vladimir Putin og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna.
Vladimir Putin og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/EPA
FBI, bandaríska alríkislögreglan, aflaði gagna síðasta sumar sem benda til þess að Rússar hafi reynt að nýta sér ráðgjafa Donald Trump til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust.

CNN greinir frá og hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins en FBI rannsakar nú hvort að starfsmenn kosningabaráttu Trump hafi starfað með yfirvöldum í Rússlandi til að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bandaríkjunum, í þágu Trump.

Greint hefur verið frá því að FBI hafi hlerað samskipti Carter Page, sem starfaði sem ráðgjafi Trump forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vegna gruns um að hann starfaði fyrir erlent ríki, í þessu tilviki Rússlands.

Page hefur alfarið hafnað slíkum ásökunum en í frétt CNN segir að hann sé einn þeirra ráðgjafa sem Rússar eru grunaðir um að hafa reynt að nýta sér. Heimildarmenn CNN taka það þó skýrt fram að ekki sé á hreinu hvort að Page hafi áttað sig á því að Rússar væru að reyna að nýta sér starfskrafa hans.


Tengdar fréttir

FBI hleraði samskipti ráðgjafa Trump á síðasta ári

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, aflaði sér heimildar á síðasta ári til þess að hlera samskipti Carter Page sem starfaði þá sem ráðgjafi Donald Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×