Hinir vammlausu á Kalkofnsvegi Baldvin Þorsteinsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun