Siglum inn í mikinn skort á geðlæknum Snærós Sindradóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Kleppur er víða. vísir/vilhelm Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira