Siglum inn í mikinn skort á geðlæknum Snærós Sindradóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Kleppur er víða. vísir/vilhelm Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira