Loforð um aukið fé til lyfjakaupa ekki efnt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar áttu að tryggja fé til lyfjakaupa. Það hefur ekki enn gengið eftir. vísir/ernir Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00
Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00
Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00
Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05